Beðið eftir banaslysi

Við Harrison ökum alltaf sömu leið á kontórinn. Við beygjum til vinstri þar sem Íhaldshöllin stendur við gatnamót og ökum inn Skipholtið. Þar sem við erum báðir heimakærir í skammdeginu, erum við oftast á ferð í björtu. Í gær vorum við staddir þarna á rauðu ljósi og var einn bíll á undan.
Svo kom grænt ljós og Harrison ætlaði af stað, en þá var eftir tæming gatnamótanna (allir bílarnir sem biðu eftir að geta beygt upp Kringlumýrarbraut). Að því loknu ætlaði bíllinn á undan okkur af stað en snarhemlaði eftir nokkra metra. Bílstjóri hans hafði sennilega tekið eftir jeppanum sem kom á seinna hundraðinu frá Háaleitisbraut og sló ekki af, heldur brenndi yfir á rauðu og horfði ekki í kringum sig. Það má þakka árvekni þeirra sem áttu réttinn að ekki varð stórslys.
Við höfum séð nokkur svona dæmi undanfarnar vikur en ekki eins gróft og þetta. Ég hugsaði ekki meira um þetta, lét mér nægja að fussa og tuða við Harrison, og svo fórum við á kontórinn.
Um fjögurleytið fórum við heim. Ókum upp Kringlumýrarbraut og vorum fremstir á ljósunum við Miklubraut. Biðum spakir eftir að beygjuljóssbílarnir kláruðu. Svo kom grænt ljós fyrir okkur og við lögðum rólega af stað yfir. Þá ákvað kona sem hafði stansað á rauðu á beygjuljósinu að aka rösklega af stað eins og hún ætti allan réttinn í heiminum. Í veg fyrir okkur Harrison og alla hina. Umferð á vinstri akrein stöðvaðist alfarið en aðrir gátu sveigt fram hjá frúnni og haldið sína leið. Í baksýnisspeglinum sá ég að hún ætlaði ekki að gefa tommu eftir og vildi mjakast yfir, þrátt fyrir órétt og slysahættu.
Þetta er umferðarfærsla ársins. Á nýju ári er best að ganga í vinnuna og vara sig á gangbrautum. Þær eru stórhættulegar.

2 athugasemdir við “Beðið eftir banaslysi

  1. Um daginn fóru þrír bílar yfir á sama rauða ljósinu á gangbraut yfir Hringbraut, gegnt Grund. Eins gott að fólkið með barnavagninn hinkraði aðeins.

  2. Ég var einmitt að skrifa um þetta fyrir nokkrum dögum, bæði hér og svo hérna. Það er orðið eitthvað verulega mikið að, ekki að umferðarmenningin hér hafi nú verið beysin en nú tekur út yfir allan þjófabálk!

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.