Naktir á dagatali

Kvenfélagskonur í uppsveitum Árnesþings og slökkviliðsmenn í ýmsum krummaskuðum landsbyggðarinnar eiga það sameiginlegt að hafa kynt undir útlitsdýrkun alþýðunnar með útgáfu dagatala með nektarmyndum. Þetta er til fyrirmyndar. Þegar fokið er í flest fjáröflunarskjól er tilvalið að selja líkama sinn, í það minnsta á þennan hátt.
Mér leikur forvitni á að vita hvort fleiri starfsstéttir hafi farið þessa leið. Man einhver eftir nektardagatali grunnskóla? Ætli stöðumælaverðir vilji safna fyrir utanferð með því að fara úr jakkanum? Gætu prestað hugsað sér að fórna kjólnum fyrir góðan málstað?

Í minni stétt er hér með komin góð tillaga fyrir aðalfund ÞOT. Þýðendur og túlkar geta farið að undirbúa næstu jól með dagatalsmyndir í huga.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Naktir á dagatali

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s