Einhæfni og rörsýn „íþróttafréttamanna“

Ár eftir ár endurspeglar listinn yfir 10 efstu menn í vali íþróttafréttamanna einhæfni og rörsýni. Í fyrra voru 8 boltaíþróttamenn í þessum hópi. Nú eru þeir bara sjö. Það eina sem kemur á óvart er að Eið Smára vantar á listann.
Ég hef þegar þusað mig sveittan um þetta mál hérna. Við þetta er litlu að bæta nema spá minni um niðurstöðuna 5. janúar.
Ég held að Ólafur Stefánsson hreppi eldhúskollinn (eins og verðlaunagripurinn er kallaður í þröngum hópi). Í öðru sæti verður sennilega Gylfi Sigurðsson og Hólmfríður Magnúsdóttir þriðja.
Spáin er álíka fyrirsjáanleg og vikulangar vangaveltur í íþróttafréttatímum um stöðu knattspyrnustjóra hjá ítölsku félagi, sem áheyrendur og áhorfendur ljósvakamiðla hafa neyðst til að þola núna á aðventunni. Hún endurspeglar, eins og listinn, vægi íþróttagreina í fréttatímum. Að vísu vantar tvo boltaíþróttamenn á listann til að hlutfallið verði 90%.

Ég hvet til þess nú eins og áður að íþróttafréttamenn komi hvergi nærri kjöri á íþróttamanni ársins. Fulltrúar sérsambanda innan ÍSÍ ættu að standa að því. Núverandi fyrirkomulag er til skammar.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s