Borgað fyrir umfjöllun á RÚV

Tilvitnun:

„Það var sýnt beint frá frjálsíþróttamótinu (RIG) í gær. Það var tveggja tíma útsending. Ég horfði á hana í dag og fannst þetta vera fínt sjónvarpsefni, nóg að gerast, spenna og keppni og undirspilið var lífleg kynning og lýsingar Sigurbjörns Árna. Fyrir þetta þurftu félögin sem stóðu fyrir frjálsíþróttamótinu að borga RUV 300 þúsund kall. Peningar á borðið er eina leiðin til að koma svona keppnum á framfæri í gegnum sjónvarp. “

Svo mælir Gunnlaugur Júlíusson á bloggsíðu sinni um Reykjavíkurleikana. Þessi sami háttur hefur áður verið hafður á til að koma frjálsíþróttamóti á framfæri. Klukkutími í RÚV kostar sem sagt 150 þúsund. Mótshaldarar borga. En þetta er ekki einsdæmi.

Blaksamband Íslands fékk sýningu á úrslitaleik í bikarkeppni sinni á RÚV og borgaði fyrir það eitthvað álíka og þetta. Svipaða sögu segja önnur sérsambönd. Umfjöllun kostar og íþróttasamböndin borga. Í það minnsta sum sambönd. Það gefur auga leið að fátæk sambönd fá aldrei umfjöllun nema hugsanlega í íþróttafréttatíma eitthvert kvöldið, þar sem ekkert hefur gerst þann daginn í boltaíþróttunum, ekkert er hægt að þýða um enska, spænska og ítalska knattspyrnu og lesa hátíðlega upp undir sömu myndum og sýndar voru í opinni dagskrá á Stöð 2 hálftíma áður. En hafi menn veður af því að eitthvað félag hafi áhuga á aðalvaramanni landsliðsins, er einboðið að semja um það uppsláttarfrétt. (Ath. Þessi tengill er settur inn eftir uppsláttarfrétt dagsins á mbl.is.)

Á sama tíma og þessi háttur er hafður á, býðst útvarpsstjóri til að kaupa HM-handboltapakkann af Stöð 2 eins og hann leggur sig, með 20% álagi vegna undirbúnings. Af einhverjum ástæðum eru alltaf til nógir peningar fyrir sumar íþróttir. Hér væri tilvalið að vitna í Animal Farm en ég nenni því ekki.

Auglýsingar

6 athugasemdir við “Borgað fyrir umfjöllun á RÚV

  1. mér svona datt í hug að sumir væru að bjóða sumum á vafasamar búllur í útlöndum með krtid kort sem eru ekki beint í þeirra eigu

  2. Íslenskur tenórsöngvari var kynntur í þætti frá BBC um óperuárið í Evrópu. Þar var hann ásamt stærstu nöfnum heimsins. Þátturinn var ekkert kynntur, þessu var hvergi slegið upp – hefði einhver Íslendingur komið í sögu í útlendum þætti sem fjallaði einnig um Ronaldo og hvað þeir nú heita allir þessir fótboltamenn, ímyndið ykkur uppsláttinn!

  3. Ef söngvarinn hefði verið í keppni, er möguleiki að hann hefði fengið uppslátt. Ég velti líka fyrir mér hvort borga þurfi almennt fyrir umfjöllun á RÚV eða bara suma umfjöllun.

  4. Það er pottþétt að hljómsveitir sem leika í lok Kastljóssþátta þurfa að borga fyrir flutninginn. Kannski eðlilegt segja sumir
    því þær eru oftast að kynna nýjar plötur.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s