Greiðslur fyrir umfjöllun II

Íþróttastjóri RÚV harðneitar því að sérsambönd þurfi að greiða fyrir útsendingartímann. Styrktaraðilar borgi alltaf brúsann. Við því er þetta að segja:

Fyrir 2 árum þegar RÚV sendi út frá stórmóti í frjálsum, var það að beiðni mótshaldara. Fyrir það varð að koma greiðsla sem mótshaldarar urðu að taka af framlögum styrktaraðila, peningum sem að öðrum kosti hefðu farið í annan kostnað við mótið. Mótshaldarar urðu þannig að bæta þessum kostnaði á sig. Það eru frekar ódýr rök að fullyrða að samböndin borgi ekki.

Til að einfalda þetta getum við tekið dæmi. Meðalstórt sérsamband stendur fyrir móti, kynnir það víða og fær sterka keppendur. Leigja þarf hús, útvega tæki, starfsmenn, útvega mat og uppihald fyrir keppendur, jafnvel greiða ferðakostnað og svo þarf að auglýsa til að fá áhorfendur. Í þessum efnum eru allar tölur fljótar að hækka. Til allrar hamingju koma tvö fyrirtæki til hjálpar og leggja fram fé fyrir stórum hluta kostnaðar.
Sérsambandið vill nú koma sínu móti á framfæri og hefur samband við RÚV. Þar á bæ vilja menn senda út en setja upp 150 þúsund á klukkutímann. Samið er um tvo tíma. Sambandinu þykir hart að þurfa að borga fyrir umfjöllun í sjónvarpi ALLRA landsmanna en sættir sig við það og tekur 300 þúsund af framlagi fyrirtækjanna. Fyrir vikið verður hallinn á mótinu aðeins meiri og sambandsfólk verður að herða sig við fjáröflun næstu árin.

Hverjir borga? Sambandið eða fyrirtækin?

Viðbót eftir ábendingu: Gefum okkur að sambandið hefði enga styrktaraðila. Hefði það þá sloppið við að borga RÚV fyrir útsendinguna, eða einfaldlega fengið neitun? Fyrst reglan er að styrktaraðilar borgi alltaf brúsann?

Því lengra sem þetta mál er rakið, því vitlausara verður það.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Greiðslur fyrir umfjöllun II


 1. Það er á misskilningi byggt að Ríkis-
  útvarpið fái greiðslur frá íþróttafélögum fyrir umfjöllun um viðburði
  á þeirra vegum. Þetta segir Páll
  Magnússon útvarpsstjóri. Tveir
  íþróttamenn héldu því fram á bloggsíðum sínum í gær að sérsambönd
  hefðu greitt fyrir útsendingar á
  íþróttaviðburðum.
  Þannig hélt Gunnlaugur Júlíusson
  langhlaupari því fram á bloggi sínu
  að þau íþróttafélög sem stóðu að
  íþróttamótinu Reykjavík International Games sem fram fór um
  helgina hefðu greitt RÚV þrjú
  hundruð þúsund krónur fyrir
  tveggja tíma útsendingu.
  Páll segir að um venjulega kostun
  fyrirtækja hafi verið að ræða eins og
  verið hefur við lýði við útsendingar
  frá íþróttaviðburðum og öðrum dagskrárliðum í áratugi. Í tilfelli fyrrnefnds íþróttamóts hafi það verið
  Síminn, Egils kristall og Orkuveita
  Reykjavíkur sem kostuðu útsendinguna.
  Stundum sé það þó þannig að
  kostunin fari fram í gegnum sérsamböndin. „Stundum óska fyrirtækin eftir því eða sérsamböndin
  sjálf að kostunin fari fram í gegnum
  sérsambandið en ekki beint frá fyrirtækinu og þá verðum við við því.
  Þetta skiptir okkur engu máli. Að
  baki þessu liggur bara venjulegur
  kostunarsamningur eins og hefur
  tíðkast við alls konar viðburði,“ segir Páll Magnússon.“

  MBl. 18. jan

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s