Finnur miðill?

Þegar maður týnist, eins og það er kallað, og finnst ekki, er vinsælt að rifja upp aðra týnda menn. Geirfinnur er auðvitað Aðal í hópi hinna týndu en ekki er vitað hver er besti vinur aðal. Það vita hinir. Nú stendur yfir leit að manni sem er þekktur einfari og hugsanlega vill hann ekki láta finna sig. Það er hans mál.

En allt þetta týnda fólk staðfestir í raun hvað þjóðina sárvantar góða miðla. Fyrr á árum voru þeir alltaf fúsir til að aðstoða við leitir og má rifja upp þegar báts frá Keflavík var saknað í nokkrar vikur og allir um borð taldir af. Það þótti staðfest þegar öll skipshöfnin kom fram á miðilsfundi, rennandi vot, og lét þokkalega af sér. Fannst þá mörgum að ekki þyrfti frekari sannanir. Nokkrum dögum seinna sigldi báturinn að landi við Hafnir (leiðrétting)  og voru allir um borð heilir á húfi en frekar svangir. Þeim var auðvitað fagnað en ekki fer sögum af miðlinum skyggna.

Spennuþættir í sjónvarpinu ná alltaf ákveðnu stigi þegar miðlar og skyggnir eru kallaðir til að leysa málin sem lögregluna skortir vit eða burði til að ráða við. Ég hef mikla trú á öllu slíku, enda með nýtt diplóma í fjarheilun upp á vasann og fer síst að draga úr trú á kollega mína. Þess vegna vil ég að landsins bestu miðlar verði nú fengnir til að finna þetta týnda fólk. Fyrst þeir geta náð sambandi við ömmur mínar og afa, sem vilja endilega að ég taki til í skápum eða gefi kettinum oftar að borða, ættu nokkur mannshvörf ekki að vefjast fyrir þeim.

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Finnur miðill?

  1. Ég þekkti 2 menn um borð þessu skipi Kjartan Guðjónsson sem eimaði sjó og bjargaði þannig lífi þeirra ,þá kom sér vel að kunna á bruggtækin 🙂 og Harald sem upp frá því var kallaður Halli heitinn og sagð hann mér þessa sögu sjálfur.

  2. Er ekki ofsagt að þeir hafi siglt inn á höfnina í Keflavík? Rak bátinn ekki á land skammt sunnan við Hafnir og brotnaði í spón? Þetta breytir að vísu ekki aðalefni pistilsins.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s