Stjörnuleit í Júróvisjón

Eitt árið enn sit ég yfir bandarísku Stjörnuleitinni sem virðist alltaf jafn vinsæl í Kanans landi. Hún er eftir forskriftinni sem flestir þekkja: Falskir og laglausir þátttakendur eru hæddir og lítilsvirtir, látnir klæmast á aukalögum þar til sker í eyrun en inn á milli heyrast frábærar raddir. Þetta er síðan kryddað með tilfinningaklámi og er hin besta skemmtun, því áður en úrslitakeppnin hefs í Hollívúdd eru keppendur tiltölulega ferskir og sumir nokkuð frumlegir. Svo fara þeir í hakkavélina.

Mér datt þetta frumstig Stjörnuleitarinnar í hug í gærkvöldi þegar vondulagakeppnin svonefnda bauð upp á Jóhönnu Guðrúnu með gott formúlulag og fleiri falska söngvara í kaupbæti en hægt er að leggja á tónelskan heimilisköttinn, sem reisti hár og ýfði skott þegar ósköpin voru mest.

Sigurlagið verður flutt í næsta þætti og kemur ekki á óvart.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s