Konur raka sig


Ég les Huffington Post með morgunkaffinu og þar var vísað á grein og mynd sem vakti athygli mína. Hér rakar sig fortíðarljóska með sápu og sköfu. Þar sem þetta efni á brýnt erindi við íslenskar drottningar, þóttist ég vita að einhver spekingurinn hefði brugðið sér í þýðingarhaminn til að matreiða þessa visku oní löndur sínar.
Dálkahöfundur á Pressan.is tók verkið að sér. Í upphafi frásagnar kemur fram nýyrðið kvenleikkona. Það gefur tóninn fyrir illa þýtt framhaldið.

„Með þeirra bestu þekkingu lögðu þessar stjörnur það í vana sinn að raka algerlega öll hár af andlitinu til þess að vera með alveg mjúka húð.“ Pressan.

„On good authority (that being Elizabeth Taylor’s personal cosmetic dermatologist, whom Somerville used to assist), the greats (those being Elizabeth Taylor and Marilyn Monroe) shaved their faces for completely bare skin and an added dose of exfoliation. “ Style.com.

Ef einhver nennir að bera saman þessar greinar kemur væntanlega í ljós að með Google-Translate fer merkingin oft forgörðum og þær sem trúa blaðakonunni íslensku í blindni, munda nú án efa rakvélar sínar og spara ekki sápuna.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.