Dívan hjá Fulham?

Hinn margfrægi félagaskiptagluggi lokaðist víst 1. febrúar, en þá lauk félagaskiptatímabilinu á leiktíðinni. Okkar maður í enska boltanum, þekktur að bekksetu sinni hjá Stók, fagnaði því láni að vera lánaður til annars félags. Um leið og honum er óskað alls hins besta á komandi mánuðum og árum, má leggja þessa fésbókarstöku í púkkið:

Okkar kappa Fulham fékk
frekar lappastífan.
Eiður fær nú annan bekk
eða kannski dívan.

Eftir ábendingu var bætt við innrími til að gera kveðskapinn dýrari:

Okkar kappa Fulham fékk
forðum var á Brúnni.
Eiður slappar af á bekk
eða bara á frúnni.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Dívan hjá Fulham?

 1. Ég er nú svo langt á eftir öllu að ég geri bara athugasemdir við gömul blogg.

  Yrkir ljóðin afar góð
  okkar fróði sýsli.
  Fær í sjóðinn frægt nú blóð
  frekur sóðinn Gísli.

  Sýsli = sá sem sýslar við margt.

  Annars er þetta bara afbökun á gamalli vísu.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s