Múrmeldýr í morgunútvarpinu

Við sem heima sitjum við lyklaborðið, leyfum útvarpinu að mala undir morgunverkunum og á virkum dögum erum við svo heppin að sami þátturinn hefur verið endurfluttur eins og hver annar spilastokkur milli rúmlega 8 og 9. Hinn geðþekki tónlistarmaður KK hefur þar til umráða sirka 10 plötur/spólur og spilar af þeim til skiptis.
Í morgun sat ég í ökutæki mínu og hlustaði á inngangsstefið barið á gítar og vissi að fyrsta lagið yrði rímnakveðskapur. Sennilega jarmandi konan. Það gekk eftir. Svo kom hvert lagið á fætur öðru, allt gamlir kunningjar úr fyrri þáttum og kynningarnar voru eins og KK einum er lagið. Ekkert kom á óvart, ekkert truflaði þankagang minn og múrmeldýrið kom út um níuleytið eins og venjulega þegar KK kvaddi. Þetta var góður morgunn. Eins og hinir.
Ég get ímyndað mér að KK hafi séð myndina Groundhog Day og kappkosti því að ná ekki þeim fullkomna þætti sem verður til þess að hann verður tekinn af dagskrá. Í ljósi þess hlakka ég til morgundagsins. Ég spái því að hann byrji á kórnum.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Múrmeldýr í morgunútvarpinu

  1. Röðin er meira að segja yfirleitt sú sama. Eftir rímurnar og karlakórana skiptir hann smám saman yfir í dægurlögin og endar á amerískum blúsgítarleikurum.
    Sennilega er þetta rútínan sem allir kepptust við að dásama í byrjun árs.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.