Peningahítin við hafnarbakkann

Við bjuggum í gamla Vesturbænum í Hafnarfirði í 16 ár og gengum oft um Herjólfsgötuna sem liggur með fram sjónum. Á þessum árum fylgdumst við með endurnýjun bárujárns, glugga og klæðninga á húsum því særokið og saltið tærir og brýtur niður og gler verður matt og ljótt nema það sé þrifið reglulega. Hvert einasta hús við götuna gekk í endurnýjun lífdaga á þessum árum og sum tvisvar. Það er eilífðarvinna að eiga gamalt hús og enn meiri fyrirhöfn nálægt sjó.

Við hafnarbakkann í Reykjavík er að rísa tónlistarhús með gróðærisbrag sem þýðir að þar er ekkert sparað og allt verður dýrt. Þar eru nú ráðnir stjórnendur og millistjórnendur, sérfræðingar og margfræðingar og hermt er að umsækjendur um stöðu húsvarðar hafi gengist undir hæfnispróf og persónuleikamat. Svo dýrt verður húsið í rekstri að ekki dugar að skera niður framlög til tónlistarskóla. Það þarf að bregða hnífnum á fleira.

Sá sem ákvað að húsið yrði hjúpað glerplötum hefur aldrei gengið um Herjólfsgötuna. Þarna verður ærin starfi við að þvo og þrífa og lætur nærri að þetta sé fullt starf fyrir tíu manns. Þá er einboðið að ráða til verksins uppgjafatónlistarnema. Þeir geta rýnt inn um rúðurnar í vinnunni og dáðst að tónlistarhúsinu sínu.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.