Fundur í kvefráði

Kvefráð Hafnarfjarðar hefur nýlokið fundi. Ályktun fundarins liggur fyrir en er lítt læsileg þar sem yfir hana var hnerrað í ýmsum gráum og grænum litbrigðum. Fundarmenn voru sammála um það að hómópatísk ráð við kvefi væru bull og vitleysa og hentuðu aðallega trúgjörnu og einföldu alþýðufólki. Einnig væri firra að gott væri að drekka hálfa flösku af viskíi í einum rykk og fara síðan að sofa í lopapeysu. Þótt það hafi umtalsverð áhrif á sölutölur yfir hvítlauk, sítrónur og hunang, var ákveðið að hætta öllu slíku og opna þess í stað flösku af kínalífselexír úr Kolaportinu, þótt hann hafi aðallega dítoxandi áhrif.

Kjarni málsins: Kvefið er mjög sennilega ríkisstjórninni að kenna.

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Fundur í kvefráði

  1. Væri athugandi að setja kvefhamlandi grein inn í nýja stjórnarskrá til að stemma stigu við áhrifum ríkisstjórnarinnar á heilsu þjóðarinnar?

    Annars á maður ekki að brúka viskí, maður á að brúka konjak. Það virkar ekkert á kvefið en manni verður meira sama um sama kvef. Ekki drakk Shackleton sitt viskí … og setti þó duglega að honum … gott ef hann fékk ekki kvef. Sennilega kláraði hann konjakið úr því það hefur ekkii fundist.

  2. Ég myndi prófa að hreinsa úr nefinu með viskí eða konjaki, sniffa það hressilega að þér og hrækja út um munninn.
    Annars virkar helvíti vel að saga af sér hausinn, var sagt mér.

  3. Reynslan segir að illa kvefaður maður sé viku að jafna sig, noti hann öll húsráðin, en sjö daga, taki hann lífinu með ró og bíði rólegur eftir bata.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s