Rímþraut í morgunsárið

Stefán Pálsson vakti máls á því í morgun að kveða þyrfti um atburðina í Egyptalandi. Það er í eðli sínu ekki spennandi nema bundið sé í þraut og hún er eðlilega sú að nota nafn hins fallna einræðisherra sem rímorð. Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með, heitir karlkvikindið Hosní Múbarak. Þetta varð niðurstaðan:

Í Egyptó milljón manns
mæla gegn einræði hans
heimta að Hosní
úr hásæti losni
og haldi til andskotans.

Alþýðan tók sér tak
á torgum var orðaskak
-lömuð af ótta
lagði á flótta
mannfýlan Múbarak.

4 athugasemdir við “Rímþraut í morgunsárið

  1. Súle hefur sigrað man
    sá er haldinn fríður
    Múba burtu ráfar rak
    rak hann burtu lýður.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.