Ástarjátningin

Í liðinni viku sá ég auglýsta samkeppni á vegum Sölku og Eymundsson. Mér til skemmtunar sendi ég nokkrar afurðir mínar þangað inn, misjafnar að gæðum, enda langaði mig í bókina sem veita átti tíu efstu. Síðan gleymdi ég þessu þar til á föstudaginn að mér var tjáð að mitt framlag hefði þótt skárst. Ég lét segja mér þrim sinnum, eins og Njáll hafði að sið forðum daga, en trúði að lokum. Þess vegna var ég á Bylgjunni í morgunsárið að reyna að vera alvarlegur og tókst það að mestu leyti. Um gæðin verða aðrir að dæma. Ég er fullur af lítilæti og hógværð í dag.

Ástarjátning

Aldrei hefur yrt á mig
óðum líður vetur.
Mig langar til að þekkja þig
þúsund sinnum betur.

Aðrar konur ekki sé
anda ræna og máli
Ég skal ausa í þig fé
og öllu heimsins prjáli.

Yndið mesta augað sér
eitt á hverjum degi.
Eg vil ganga á eftir þér
alla heimsins vegi.

7 athugasemdir við “Ástarjátningin

  1. því skal ég trúa að það hafi ekki reynst þér alltof létt að vera alvarlegur. Var upprunalega heiti kvæðisins kannski „Eltihrellir opnar sig“?

  2. Ég hefði farið með sonnettu um Pamelu Anderson ef tíminn hefði leyft það. Þá hefðu einhverjir bráðnað.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.