Hælbítar og öfundarmenn

Það var sérkennilegt að hlusta á föður Keikós, Hall Hallsson, í fjölmiðlum í dag, þar sem hann svaraði fyrir síðuna kjósum.is. Ýmislegt hefur verið fundið síðunni til foráttu og ég reiknaði fastlega með því að Hallur hefði svör á reiðum höndum. Fréttamaðurinn hafði kynnt sér málið og spurði Hall í þaula, málefnalega og með röksemdum. En hann svaraði öllum spurningum fréttamanns með því að tala klökkur um öfundarmenn, hælbíta, neikvætt fólk, niðurrifsmenn og þar fram eftir götunum. Engin tilraun var gerð til að svara spurningunum. Þetta var vont viðtal og Halli ekki til sóma.
Síðan fullyrti Hallur að atvinnu fólks væri hætta búin ef eigendur fyrirtækja kæmust að því að það hefði áhuga á þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta tiltekna mál. Þetta hefðu þótt góð og gild rök hjá félaga Jósef í Sovétríkjunum upp úr 1930 þegar vænisýkin prjónaði einna mest í honum. En nú er árið 2011 og fólk hefur lært á skoðanafrelsið. Þetta voru vond rök hjá Halli og einhver þarf að gefa honum dagatal.
Ég hef skrifað undir margt um dagana og aldrei dottið í hug að ég gæti goldið skoðana minna. Ég þekki heldur engan sem lent hefur í slíku. Ég veit ekki hver hefur komið svona firrum inn í kollinn á Halli Hallssyni og finnst miður að þessi áskorun hafi lent á hans vegum.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s