Tímadrápið

Í gærkvöldi gat ég valið á milli beinnar útsendingar frá Edduverðlaununum eða Gettu Betur. Síðarnefndi þátturinn varð ofan á en hann hefði sannarlega átt að fá Edduna fyrir að vera einn þreyttasti þátturinn í sjónvarpinu. Kannski er ég orðinn miðaldra og nöldurgjarn smámunaseggur en þetta var stirt og óspennandi og úrslitin voru ljós nokkru áður en þættinum lauk. Samt munaði þá bara 4 stigum. Síðustu tvær spurningarnar kála allri spennunni og sá sem fann upp spjaldaspurninguna ætti að saga af sér fót. Sem unnandi spurningaþátta geri ég þær lágmarkskröfur að ég byrji ekki að geispa í bjölluspurningunum.

Ef ég hefði horft á Edduna, hefði ég séð Hrafn Gunnlaugsson fá heiðursverðlaunin, Spaugstofuna vera besta skemmtiefni ársins og þá sérkennilegu niðurstöðu að sjónvarpsmaður ársins er ekki vinsælasti sjónvarpsmaður ársins.

Á NRK 1 var sýnd skíðaganga. Eftir á að hyggja hefði það sjálfsagt verið besta tímadrápið.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s