In memoriam

Nú er Lúkas fallinn frá
ferill hans var ansi stuttur
þó tárin falli tösku á
og tilveran sé nokkuð grá,
enn er Lúkas okkur hjá.
Ekki dáinn – bara fluttur.

Auglýsingar

9 athugasemdir við “In memoriam

 1. Tárin flæða, titrar vör
  tappa dreg úr flösku.
  Lúkas hefur lokið för
  lagður er í tösku.

 2. Ég kveiki á kertum mínum
  við hvuttans helga tré
  með þessum litlu línum
  læt ég náð í té.
  Áður olli hita
  örgum nets í leik
  sem eins og allir vita
  var aðallega feik.

 3. Ertu þá farinn – já, endanlega?
  Öldugangi lífs fær enginn breytt.
  Hvutti minn sæll, ó hve heitt ég trega.
  (Hvenær og hvar verður kertum fleytt?)

 4. Ég veit, minn ljúfur lifir
  Lúkas er himnum á,
  hann ræður öllu yfir,
  í’ða þarf ekk’að spá,
  sigrarinn dauðans sanni
  svartur úr tösku spratt
  og margur aumur svanni
  á því fór giska flatt.

 5. Lúkas má svo með sanni
  samlíkjast hundi þeim
  er veiddur af vondum manni
  varð svo að kveðja heim
  heygður í Hlíðarfjalli
  Hensontöskunni í
  mörgum er frægð að falli
  forn eru dæmi og ný.

 6. Að leita að hundi er eins og leiðinlegt spil
  mann langar helst til að detta íða og skjótann
  en þó að hann drepist, gerir það ekkert til
  ekki vildi ég eiga hund svona ljótan.

 7. Hvurnig væri tvær síðustu hendingarnar svohljóðandi:
  „enn er Lúkas okkur hjá.
  Ekki dáinn – bara burtu fluttur.“ ?
  Er annars ekki bara viðeigandi að vísa í bókatitla eftir bróður sinn?

 8. Í kjölfar frétta af ótímabæru andláti ferfætlingsins og hinu fræga fjölmiðlapartíi varð þetta til:

  Ósköp nú ég fregnað fæ
  um fallna hetju stutta!
  Lúkas hefur loks sagt „bæ“ –
  látinn kveðjum hvutta.

  Nú harm minn til að hemja býst
  þótt hrylling ei ég breyti:
  Erfidrykkjan verður víst
  í ví-æ-pía teiti.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.