Af væntanlegri Vatíkanferð forsetans

Heimsókn forseta vors til Ítalíu í kjölfar andláts Lúkasar er á við suðurgöngu fornkappa. Hann hefur Guðríði meðferðis og ætlar að gefa hana páfanum, því kvenmannsleysi í Vatíkaninu hefur löngum brotist út í óeðli. Nú verður á því ráðin bót.

Vegna framvindu rímunnar verður hún birt hér smám saman í dag.

Utanlandsferðir gleðja geð
gaman að hitta páfann.
Ólafur dröslar Dorrit með
því Dorrit vill líka sjá hann.

Á Ítalíu er ansi heitt
Ólafur lekur niður
Dorrit er líka soldið sveitt
um Svalafernurnar biður.

Síðan hefja þau langa leit
lítið er á þeim spanið
eftir krókaleið út í sveit
álpast á Vatíkanið.

II. hluti

Ólafur hvítur eins og skyr
áfram nær Dorrit að teyma.
Ólafur páfanum eftir spyr:
„Er hann Bénedikt heima?“

Inni í kirkju er ýmislegt kvikt
sem Ólaf tæplega kætir.
Um bekkina leggur borulykt
Benedikt páfi mætir.

Meira í næsta kaffitíma….

Viðbót: Nú er kaffið búið og komið kvöld. Eins og við mátti búast fór söguþráðurinn víða þegar andans jöfrar lögðu orð í belg. Óli og Dorrit eru nú að fá sér eftir göngu um borgina.

Hafa víst það helsta séð
á hælum sár er frúin.
Við Tíberbakka bokku með
bergja vínið hjúin.

Gengu víða og gáðu að
galleríum lista
fóru svo í fótabað
hjá Farinelli gista.

—-
Í Vatíkani kvöldar hratt
kartöflurnar sjóða.
Hefur páfinn hungur satt
heillar styttan góða.

Gudda hefur mikinn mátt
mæðir losti slíkur.
Kardínála kveður brátt
kórdrengina strýkur.

Framhald síðar….

Auglýsingar

23 athugasemdir við “Af væntanlegri Vatíkanferð forsetans

 1. Dorrit í kapellu kveinkar sér
  hvíar og fer að pípa.
  Er riðandi af elli Ratzinger
  reynir í hana að klípa.

 2. Ólafur vatt sér vaskur á stjá
  vildi heiðurinn verja.
  Úr pússinu dró hann pelann þá
  á páfanum gjörði að berja.

 3. Páfinn þá lyfti pilsinu og hló
  passlegra leitaði tóla.
  Krossinn með haka úr kuflinum dró
  og keyrði í hausinn á Óla.

 4. við Ratzinger páfa nú ræðir í Róm
  um rétt sinn til munnmaka veinar
  svínakjöt aldrei sér leggur á góm
  spúsan, því trúin það meinar

  En pervisinn páfinn fann við þessu lausn
  því presta oft vandkvæði þyngja
  hún Dorrit má skinkuna strokka af rausn
  en stranglega bannað að kyngja

 5. Áður en þetta fer út á hálar brautir er rétt að minna á Gudduna sem forseti hefur meðferðis.

  Hendi páfans svo hrærður skók
  hugsaði stíft um Guddu.
  Styttuna upp úr tösku tók
  og taldi aura í buddu. (rímsins vegna)

 6. Borulykt er algert pjattorð sem enginn notar nema fínar dömur og kvenlegir herrar. En rímbull þitt og vina þina er bara gott.
  Meira af þessu.

 7. Drottins dáta káfi
  dýrðlegur Ólafur framhjá leit
  magnaður maður er þessi páfi
  manið forsetans þótt’onum heit.

 8. Í útferð þeirra Óla gríss
  allt er nú í sómanum.
  Með brauð í körfu og bros í spíss
  þau bíða á Forum Romanum.

 9. Heimsins augu opnast þá
  og þau mæna á’ann.
  Ólaf Ragnar öll þá sjá,
  er hann blessar páfann.

 10. Þó Dorrit oft vilji dreypa á vín
  drjúgt heldur þétt sitt fé um.
  Splæsti hún á Óla upp á grín
  einni flösku við Colosseum.

 11. Takk fyrir ljómandi kveðskap.
  Svona sé ég þetta fyrir mér:

  Páfinn með gesti þar gengur um dyr
  Um ganga og svalir þeir róla
  En lýðurinn undrandi að því spyr
  Hver er þetta með honum Óla?

 12. Vat þá kvöldar kani í
  er koníak veitt af gæsku
  Páfi minnist þá piltanna bí
  með prúðri Hitlersæsku

 13. Já Jósefína, þetta pakk á Íslandi hefur aldrei kunnað að meta fínt fólk. Þess vegna flutti ég til Svíþjóðar…

 14. Er þetta ekki bara slitið úr samhengi 🙂

  Misskilnings gætir hjá mönnum blaða
  því margir fá aldrei að sjá´ann
  það eina sem forseti Ólafur sagði
  ég þarf að tefla við páfann

 15. Geysileg drápan um gredduna í Benna
  að Gudda sé markið og láfan
  Og förin til Rómar, þau fyrirheit – spenna:
  … forsetinn teflir við páfann

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.