Af væntanlegri Vatíkanferð -framhald

III. hluti

Nú hefur hin rósfingraða morgungyðja leikið við Rómverja og gesti þeirra. Söguhetjur okkar snæða morgunverð á gistihúsi Farinellis þar sem húsbóndinn syngur fyrir þau nokkrar háaséaríur, en algengt er að ítalskir karlmenn bresti í söng af litlu tilefni. Það kemur hjónunum þægilega á óvart að signor Farinelli er sópran.

Um morgungöngu hjónanna

Rennur upp morgunn í Rómarborg
rjúkandi pasta bíður
angurvær líta út á torg
espressokaffið sýður.

Eta þau bæði á við þrjá
ýmsu í vasana lauma
að finna til sultar flakkinu á
er ferlega mikið trauma.

Úttroðin reika um Rómarborg
ricotta kraumar í maga
Gelato kaupa við gamalt torg
garnirnar vilja laga.

Ólafur finnur engan frið
espresso reynir að fala.
Ólafur rekur ákaft við
á ítalskan götusala.

Ólafur strýkur auman kvið
ofátið fer að sýta.
Ólafur þolir illa við
Ólafur þarf að…. finna sér gott kaffihús og slaka á.

Ólafur finnur inni í sér
óþægilegan tappa.
Inn á kaffihús óðar fer
Ólafur pantar grappa.

Magnaður morgunverðurinn
mörlandabelgi fyllir
Fölur og sveittur forsetinn
á feyskið klóið sér tyllir.

Ólafur sér fram á örlagadóm
enda er ljótt að sjá hann.
Uppgjörið mesta er í Róm
einvígi hans við páfann.

Um ástandið í Vatíkaninu meðan hjónin eru á morgungöngu

Í Vatíkani er vaknað seint
Viagra sumir bruddu.
Benedikt getur ei lengur leynt
losta sínum til Guddu.

Lengi nætur við styttu stóð
og strauk um lendar og mitti
áferðin þótti undur góð
á unaðsblettina hitti.

Fram undir morgunn fyrir hann
fuglar himinsins sungu.
Úr kaþólskum blætisvanda vann
og vaknar með græna tungu.

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Af væntanlegri Vatíkanferð -framhald

  1. Benedikt notar bókasafnsforrit
    blaðar hann kláms í skruddu.
    Þó hann sé lagstur hjá lafði Dorrit
    losti hans beinist að Guddu.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.