Um einvígi Ólafs við páfann -4. ríma

Þegar hér er komið sögu í Vatíkanferðinni miklu er komið að uppgjöri söguhetjunnar við fulltrúa heimamanna. Heiður og æra er í húfi. Andstæðingurinn er kunnur að áhuga sínum á peðum en okkar maður á fortíð í framsóknarfokknum og mótar það stíl hans. Byrjunin er Ítalski leikurinn eða Giuoco Piano. Sögusviðið er kaffihús við ónefnt torg í Rómarborg. Heitt er í veðri.

4. Ríma.

Ólafur leggur upp í róður
ekki fær hann þó tafli flýtt
Af því að páfinn er aumingjagóður
Ólafur fær að hafa hvítt.

Ólafur fram með riddara rýkur
reginþrýstingur iðra vex.
Benedikt kónginn blíðlega strýkur
byrjar á peði Einar sex.

Peðunum líkir við litlu börnin
latínu tuldrar Benedikt.
Sumum finnst betri sókn en vörnin
sumum finnst pirrandi skítalykt.

Uppskipti verða á ýmsum mönnum
einfaldast staðan þá um sinn
Ólafur gramur gnístir tönnum
glansar hjá páfa kóngurinn.

Ólafur herðir innri vöðva.
Ólafur hefur stöðu tryggt
Útrásina vill Ólafur stöðva
Ólafur sækir að Benedikt.

Ólafur forðum útrás mærði
Ólafur mælti í líkingum.
Ólafur sig af öllu stærði
Ólafur flaug með víkingum.

Ólafur lét sig áður teyma
Ólafur þráði að vera með.
Ólafur vill nú útrás að gleyma
Ólafur hefur ljósið séð

Ólafur boðar biskupa sína
Benedikt sýpur dietkók.
Ólafur lætur í það skína
að Ólafi langi að fórna hrók.

Ólafur berst á hæl og hnakka
herbergið fyllir íslensk pest
Ólafur lætur þó ekkert flakka
Ólafur breytist í sóknarprest.

“Mea Culpa, ó, mín er sökin,
margan hefi ég illa styggt.
útrásin hafði undirtökin
aflát veittu mér, Benedikt.”

“Ego te absolvo” innir Benni
ávarpar hann á latínu.
Er þá sem straumur iðra renni
Ólafs úr suðurgatinu.

Ólafur hefur loksins losað
léttur í spori kemur út
Ólafur getur aftur brosað
Ólafur drekkur nú af stút.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s