Mansöngur-Suðurganga og yfirbót Ólafs

Mansöngur er kveðinn til konu, þrunginn lofi og hrifningu og hentar eflaust vel til viðreynslu á góðri stund. Mansöngur er annars fyrsti hluti rímu, ávarp höfundar til áheyrenda þar sem hann kynnir sig, efni rímunnar, getur minnst á kvenfólk ef vel liggur á honum.
Ég hef alltaf litið svo á að þessi vísa sé upphaf á góðum mansöng, þar sem skáldið missti flugið í seinni hlutanum.

Hárin mér á höfði rísa
er hugsa ég um kærleik þinn.
Þetta er annars ágæt vísa
einkum seinniparturinn.

En það er önnur saga. Ríman af suðurgöngu Ólafs Ragnars þar sem hann fær syndaaflausn hjá Benedikt páfa, er aðalviðfangsefni vikunnar í matar-og kaffitímum, því brauðstritið má ekki sitja á hakanum. Þar sem Álftanessbóndinn er laginn að snúa við taflinu, eins og þegar hann tefldi við páfann og einnig lipur að snúa almennt málum sér í hag, verður byrjað á sléttuböndum, en þau má lesa aftur á bak og áfram.

Hefjum glímu sóða senn
Suttungs gæran fagnar
stefjum rímu óðar enn
Ólaf mærum Ragnar.

Þeir sem kannast ekki við kvenkenninguna Suttungs gæra, verða að rifja upp goðafræðina.

2 athugasemdir við “Mansöngur-Suðurganga og yfirbót Ólafs

  1. Frábær byrjun … verður gaman að fylgjast með eftir því sem yrkingum vindur fram. Ég er afar hrifin af þessari nýju kvenkenningu og hún er náttúrlega barnalega auðskilin kunni menn sína Snorra-Eddu.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.