Mansöngur -Megas í Vegas

Ég hef gaman af rímþrautum og þegar Bryndís Oddsdóttir, norðanstúlkan ljúfa, var mærð í rímu á sínum tíma, kom fram að í kádilják sínum hlustaði hún á Álftagerðisbræður og Megas. Það gefur auga leið að hún var á leið til Las Vegas, rímsins vegna og líka vegna þess að þar giftist hún í fyrsta sinn.
Eftir þetta þótti mér einboðið að koma Megasi að í mansöngnum. Ég hef líka trú á því að rímur eigi fullt erindi upp á svið í Las Vegas, helst kveðnar af íturvöxnum dansmeyjum sem fækka fötum eftir því sem líður á rímuna. Fyrir vikið verða langar rímur vinsælar í Vegas og komast færri að en vilja, þar sem kvæðameyjar hefja upp raust sína. Ég sé í þessu útrásarhugmynd.

3. erindi.
Eigum taman stuðla stúf
stjörnu færum Vegas.
Fleygum saman ljóðin ljúf
Lögin ærir Megas.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.