Efni fjórða erindis er konur af tvennum toga. Til eru þær sem neita sér um mat til að verða sem megurstar og þá þykir manni gustukaverk að rétta þeim mola til að næra sig, á sama hátt og maður gefur kettinum sporðinn af ýsunni. Þokkadísir og megurð er oft spyrt saman í fjölmiðlum, einkum hjá slúðurblaðakonum, sem þýða af meiri vilja en mætti upp úr bandarísku gulu pressunni.
Rímþrautin að þessu sinni var að koma orðinu fola þollur inn í alrímuð sléttubönd. Fola þollur er nýkenning sem alllir með gripsvit geta skilið. Hér gefur að líta muninn á þeim kosti sem dísir og skvísur búa við. Mola dolla er líka nýkenning, bara ekki eins flókin.
4. erindi
Dísum þokka mögrum má
mola dollu kynna.
Skvísum okkar fögrum fá
fola þollinn stinna.