Stóri óhófsdagurinn

Afgreiðslufólk í verslunum og aðrir sem verða fyrir áreiti barna á þessum degi, eiga samúð mína alla. Í dag forðast maður öll þjónustufyrirtæki fyrir hádegi því eftir hádegi fær oftast einhver nóg og setur upp skilti: Nammið búið. á áberandi stað. Þá kemur enginn inn að syngja og fólk fær vinnufrið. Öskudagsheimsóknir eru í besta falli hávaðamengun. Blessuð börnin gera sitt besta en minna óþyrmilega á vonarpeninga í bandarísku Stjörnuleitinni þar sem falskir tónar skera í eyru og lagleysið er á við 10% örorku. Og þeim liggur á og syngja hratt því allur afli undir 3 kílóum af sælgæti nær ekki nammikvótanum. Þau þurfa að fara víða og þar afla þeir mest sem síst hafa þörf fyrir sælgætisát. Kappið er mikið að íslenskum sið og ekkert gefið eftir.
Á þessum rúllupylsutímum offitu barna og fullorðinna er þetta þvílíkt rugl að manni ofbýður. Ég hef ekkert á móti sælgæti en það er stór munur á súkkulaðibitum og lakkrís í skálartetri og troðfullum plastpoka. En þetta er í samræmi við íslenska máltækið Allt er best í óhófi.

Engu að síður held ég upp á öskudaginn og er í búningi. Ég er kattareigandi. Til vara grasekkill. Þetta má gjörla sjá á útganginum. Ef hingað koma börn að syngja verður þeim boðið upp á gulrætur og kálblöð.

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Stóri óhófsdagurinn

  1. Tja – ég heyrði nú reyndar bara þrjá hópa syngja hér í þorpinu á svörtu ströndinni en þeir héldu allir vel lagi. Tveir þeirra (einn stúlkna og annar blandaður) sungu undurfallega í röddum og drengjatríóið söng bráðsmellinn frumsamdann texta.

  2. ég var reyndar steinhissa á gæðum söngsins sem ég heyrði áðan niðri í bæ, bara einn laglaus og gamlinói og bjarnastaðabeljurnar bara einu sinni hvort. Tveir hópar sungu í röddum og einn keðjusöngur.

    Guttinn kom svo heim með – látumokkurnúsjá – um 650 grömm. Læt það vera…

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s