Hnattferð fyrir gott málefni

Í morgun heyrði ég viðtal við mann sem ætlar að taka þátt í rallakstri til Mongólíu. Hann langar mikið að aka frá Reykjavík til Mongólíu en yfir haf er að fara og því þarf að flytja bílinn til Danmerkur og verður þaðan ekið austur á bóginn. Þetta er löng ferð og verður eflaust viðburðarík. Allt kostar þetta glás af peningum og ekki er bensínið það ódýrasta. Þegar á leiðarenda er komið á að skilja bílinn eftir, gefa hann til góðs málefnis, eða dóneita hann eins og bílstjórinn glaðbeitti kallaði það.

Í þessa ferð ætlar hann við annan mann og nú biðla þeir til fyrirtækja og einstaklinga um stuðning, því fólk getur víst heitið á þá til ágóða fyrir barnaspítala Hringsins. Ef útreikningar standast verður útlagður kostnaður þeirra félaga nokkrar milljónir, sem þeir vilja helst að aðrir borgi en þeir, af því að ferðin er fyrir gott málefni, þ.e. styrkja spítalann.

Ég vona auðvitað að spítalinn fá einhverjar krónur í baukinn út á þetta sumarævintýri ökuþóranna. Hugmyndin er nefnilega frábær og eiga fleiri eftir að nota hana til að komast til útlanda fyrir lítinn pening.

Ef ég hyggði á hnattferð í sumar, myndi ég að sjálfsögðu fara hana fyrir gott málefni, fá fólk til að heita á mig og biðla til fyrirtækja að borga brúsann. Af hverju? Því tilgangurinn er góður og málefnið enn betra.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Hnattferð fyrir gott málefni

  1. Þú gleymir að taka það með í reikninginn hvað mörgum finnst það gott að gefa til góðs málefnis og þannig fá sér góða samvisku. Rétt eins og hvað öllum mottumarsköllunum líður vel þessa dagana með þennan ófögnuð framan í sér. Af því það sjá það allir hvað þeir eru góðir inn við beinið. (Persónulega vil ég frekar borga skatta í velferðarþjóðfélagi en að kaupa mér góða samvisku með því að styrkja tilviljanakennd málefni, en það vonandi sést af fyrri hluta þessarar athugasemdar)

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.