Dauðinn í Norðurmýri

Nú geisa pestir hér á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu sem aldrei fyrr og barmar fólk sér svo hástöfum að heyra má milli póstnúmera. Í morgunsárið var ástandið þannig í virtu menningarhverfi að kunn skáldkona kvaðst komin að fótum fram og var á henni að skilja að hún byggi við Grafarbakka en ekki við götuna víðfrægu sem Tobba Marinós heldur að sé kennd við karlmenn. Henni til hressingar var útbúið uppörvandi og glaðvært kvæði, þrungið bjartsýni og ungmennafélagsanda þeim sem einkennir skáldkonuna.

Í Norðurmýri er nálykt slík
að nágrannar hafa flúið.
Í kvistherbergi er konulík
-kvefsótt gengur í Reykjavík
og bóluefnið er búið.

Hún hafði mörgum árum eytt
uppi í sínu fleti.
Á lífinu var hún löngu þreytt
langaði ekki að gera neitt
andaðist loks úr leti.

Eftir konuna liggja ljóð
leyndarmál sumum býr í.
Drúpir nú höfði hnípin þjóð
heldur um trýnið, ei er góð
nálykt í Norðurmýri.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Dauðinn í Norðurmýri

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s