Bob er frændi þinn

Á myndlyklinum mínum er Stöð 1 nr. 38. Þar eru sýndar kvikmyndir, gamlar og nýjar. Þar horfði ég á Tango og Cash um daginn og Arnarborgina daginn eftir. Arnarborgin er sígild skemmtun en Kurt Russell og Stallone voru aðallega að pósa á nærbolum og lenda í mannraunum.

Dagskráin á Stöð 1 er fjölbreytt en eitt eiga myndirnar sameiginlegt. Þær eru illa þýddar. Fyrst fannst mér þetta fyndið, síðan dapurlegt og undir lokin var ég orðinn samdauna vitleysunni. Ég get ekki ímyndað mér að textagerðarfólkið (ég get ekki kallað það þýðendur) hafi fengið mikið fyrir verkið. Beinar þýðingar eru á flestu, aldrei dregið saman til að stytta eins og á að gera, stafsetningarvillur eins og eftir 9 ára bleslint barn og annað er eftir því.
Toppurinn var þegar einhver lýsti hróðugur ákveðinni aðferð við verk og sagði að lokum: „Bob er frændi þinn“.
Bob frændi kom ekki meira við sögu í myndinni en ég bíð spenntur eftir að sjá honum bregða fyrir í næstu myndum. Bob er ágætur.

Þetta er Bob Dylan. Hann tengist færslunni álíka mikið og Bob frændi myndinni.

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Bob er frændi þinn

  1. Full mikið í lagt að segja dagskrána fjölbreytta. Ætli þetta séu nema 30 myndir eða svo, sem þeir hafa sýnt síðan þeir hófu útsendingar. Aftur og aftur og aftur og aftur …

  2. Þetta er líklega tölvuþýðing líkt og farið er að nota í nýjum kvikmyndum. Textinn er aðeins betur þýddur en í betlibréfunum frá Afríku en ekkert umfram það. Menn koma greinilega ekki nálægt þessu.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.