Neyðarástand á fréttastofu

Ég hef stundum rifjað upp sögur frá fréttaþýðingaárunum á RÚV. Sumar eru örlítið færðar í stílinn en þessi er ekki þar á meðal.
Tilefnið er ráðning dóttur útvarpsstjóra til starfa. Henni virðist ýmislegt til lista lagt fyrir utan faðernið, sem hefur ekki flækst fyrir henni og þótt sumum þyki stjórnarseta hennar í sjálfstæðisfélagi í Garðabæ sæta tíðindum, þá hefði það á sínum tíma frekar vakið furðu ef ungliði á RÚV væri ekki í Sjálfstæðisfokknum.

Ég man ekki árið en þá hélt SUS ársþing sitt, eða fokksþing, í Vestmannaeyjum og þangað vildu allir ungir sjálfstæðismenn fara, sem eitthvað áttu undir sér eða hugðu á frama í fokknum. Fréttastjórinn spurði eðlilega sína ungfréttamenn hverjir ætluðu til Eyja og varð hvumsa við þegar hann sá fram á þá yrði enginn eftir til að manna vaktir helgarinnar með Ólafi Sigurðssyni. Þá hefði orðið neyðarástand og jafnvel hefði fréttastjóri sjálfur þurft að taka þátt í fréttavinnslu.

ES:

Úr reglum um fréttir og dagskrárefni á RÚV, 2. gr: „Frétta- og dagskrárgerðarmenn skulu ekki taka þátt í starfi stjórnmálafélaga eða samtaka.“

ES II:

Mér hefur verið bent á að oftalið sé hjá mér hve margir fóru til Eyja. Ég segi söguna auðvitað eins og ég man hana, en viðurkenni fúslega að stílfærslan tekur stundum völdin.

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Neyðarástand á fréttastofu

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s