Að lesa upphátt nakinn er góð skemmtun

Þótt fréttin í MBL um nöktu stúlkurnar sem lesa upphátt úr verkum Charles Dickens hafi á sér aprílgabbsstíl, fannst mér rétt að prófa þetta hér heima í morgunsárið þegar ég staulaðist svefndrukkinn fram og hrasaði um köttinn sem heimtaði mat. Almennt er talið að hann hafi hundsvit og er þá mikið sagt. Í það minnsta kann hann að ganga við hæl. Um bókmenntavit hans verður ekkert fullyrt.
Fréttablaðið var komið og ég ákvað að gera kisa það til geðs að lesa fyrir hann valdar fréttir og eina aðsenda grein. Hann hlustaði (held ég) í nokkrar mínútur en fór svo, enda búinn að éta þurrmatinn sinn. Ég tíndi á mig spjarirnar og lauk blaðslestrinum.
Á morgun verður farið með kvæði eftir Jón Helgason.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s