Að halda vatni og yrkja níð?

Það verður erfitt fyrir fjölmiðlana að toppa atburði vikunnar á morgun þegar við verðum vitni að misjafnlega kauðslegum tilraunum til að búa til aprílgöbb. Það albesta kom í gærkvöldi í Kastljósinu og þar mælti Sturla nokkur Sighvatsson, alnafni þess sem forðum daga gekk til Rómar og iðraðist gerða sinna. Það gerði forseti vor líka, tefldi við páfann og kom eins og nýhreinsaður hundur heim.
Ég ætla að halda upp á morgundaginn á minn hátt, hugsanlega taka saman rímuna af Ólafi og Dorrit og hreyta ónotum í fólk sem mér er vel við, ef sá gállinn er á mér. Ég hef gert það áður.

Um suðurgöngu Sturlu var annars sagt þetta:
„Flest fólk stóð úti og undraðist, barði á bjóst sér og harmaði þegar svo fríður maður var svo hörmulega leikinn og máttu eigi vatni halda bæði konur og karlar.“
Síðast þegar ég fór með þessa tilvitnun, fyrir rúmu ári, spurði ungmenni í hjartans einlægni: „Missti allt liðið þvag þarna eða hvað?“

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Að halda vatni og yrkja níð?

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s