Síminn rukkar fyrir óveitta þjónustu!

1. mai, 2006, (leiðrétt dagsetning) skipti ég um netþjónustuveitanda. Ég hafði verið hjá Símanum en hóf viðskipti við Hive. Ég bað um línuflutning, eins og það hét þá, og tjáði Hive mér að starfsmenn Símans þyrftu að sjá um allt slíkt. Það tók þá 14 daga ef ég man rétt. Innheimta fyrir þjónustu Símans hafði verið tekin beint af greiðslukorti mínu frá upphafi.

Af tilviljun komst ég að því núna í byrjun mars að allan þennan tíma hafði Síminn innheimt 1330 krónur á mánuði af kortinu. Þar eru annars margar færslur og hafði þetta algerlega farið fram hjá mér. Ég veit af andvaraleysi mínu en hef það til málsbóta að ég treysti því að beiðni um línuflutning dygði sem uppsögn á þjónustu haustið 2005. Enda varð netfangið ónothæft við þessi umskipti. Ég viðurkenni fúslega að mín er ábyrgðin að hluta en ber því við á móti að ég bar traust til þessa stóra fyrirtækis sem hafði alla tíð þjónað mér og mínum vel.

Ég hafði samband við Símann, (8007000) og fékk loksins þetta svar eftir fjögur símtöl með tilheyrandi bið. Starfsfólk Símans er ákaflega kurteist og viðræðugott en þetta er endanleg afstaða reikningadeildar og er málinu lokið af hálfu Símans.

„Úrvinnslu reikningamáls nr. xxxxxxxxx sem þú óskaðir eftir að við skoðuðum er lokið.

Búið er að loka netfanginu xxxxxxxxxx@simnet.is og höfum við komið til móts við þig og leiðrétt áskriftargjöld 1 ár aftur í tímann auk þess sem við leiðréttum 3 ár aftur í tímann af útskriftargjöldum samtals 19.046 kr.
Endilega sendu okkur bankaupplýsingar þínar þannig að við getum lagt þetta inn á þig.

Ástæðan fyrir því að við leiðréttum ekki áskriftargjöldin lengra aftur í tímann er að þú ert að hafa samband of seint. Viðskiptavinur ber að hafa samband vegna ósamþykktra reikninga eigi síður en á eindaga reiknings. Sjá skilmála á vefsíðu Símans, kafli 2.3.

2.3
Athugasemdir skulu gerðar við útgefna reikninga án tafar og eigi síðar en á eindaga, ella telst reikningur samþykktur. Berist athugasemdir of seint eða eftir eindaga, en atvik réttlæta með ótvíræðum hætti tafir á því að athugasemdir bárust, skal Síminn eins og frekast er unnt taka afstöðu til þeirra athugasemda.
http://www.siminn.is/adstod/nanar/item104577/

Ef þú hefur frekari athugasemdir eða fyrirspurnir hikaðu ekki við að hafa samband við okkur í síma 8007000, veldu reikningaþjónustu og vísaðu í ofangreint málsnúmer.

Bestu kveðjur,
xxxxxx“

Við þessa niðurstöðu hef ég þetta að athuga.

1. Mér finnst siðferðilega rétt af Símanum að bæta fyrir þessi mistök og endurgreiða mér þessi rúmlega 5 ár sem ég var rukkaður fyrir þjónustu sem var ekki veitt. Ég get engan veginn sætt mig við að fá rétt um 20% endurgreidd.

2. „Berist athugasemdir of seint eða eftir eindaga, en atvik réttlæta með ótvíræðum hætti tafir á því að athugasemdir bárust…“ Ég lít svo á að atvik réttlæti með ótvíræðum hætti tafir á athugasemdum.

3. Ég fór fram á það við starfsstúlku Símans að hún útvegaði mér þá lagagrein sem stuðst er við af hálfu Símans, þegar rukkað er fyrir óveitta þjónustu.

Þessu máli er ekki lokið af minni hálfu. Ég treysti því að réttlætiskenndin verði yfirsterkari reglugerðum Símans og þessi skuld fyrirtækisins við mig verði gerð upp. Mistök eru mistök. Þau má og á að leiðrétta.

Auglýsingar

8 athugasemdir við “Síminn rukkar fyrir óveitta þjónustu!

  1. Í íslenskum rétti gildir meginregla um að þeir sem fá fyrir mistök greidda peninga sem þeir eiga ekki rétt til, skuli endurgreiða þá.

    Þetta kemur fram í dómi sem féll nú í dag. Málsatvik eru reyndar ekki sambærileg, en þetta er í niðurstöðukafla dómsins og var einstaklingi gert að greiða fjármálastofnun til baka peninga sem hann fékk fyrir mistök.

    http://domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E201002927&Domur=2&type=1&Serial=1&Words=

  2. „Dómurinn segir að af gögnum málsins verði ekki annað ráðið en maðurinn hafi vitað eða mátt vita, að hann hafi ekki átt lögmætt tilkall til greiðslunnar sem lögð var inn á bankareikning hans um miðjan desembermánuðinn. Hann var því dæmdur til að greiða bankanum 4 milljónir til baka, en hann hafði áður greitt 2,8 milljónir af því. „

  3. Ég myndi ráðleggja Símanum að gefast strax upp. Langhlauparar eru þrjóskari en andskotinn.

  4. Ég myndi gjarnan vilja fá að heyra frá þér ef þú hefur tök á að hafa samband við mig margretst@siminn.is. Með þínu leyfi vil ég skoða þetta mál en get það ekki fyrr en ég hef upplýsingar um þig s.s. nafn og kennitölu. Kv. Margrét

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s