Stóra Símamálið II

Með vísun í síðustu færslu bíð ég enn eftir að fulltrúi Símans sendi mér lögin sem reglugerð fyrirtækisins byggist á. Reglugerðir eru ekki æðri lögum og ef Símamenn hafa á takteinum lög sem réttlæta að hirða af mér 4 ára afnotagjöld, vil ég fá að sjá þau.

„Í íslenskum rétti gildir meginregla um að þeir sem fá fyrir mistök greidda peninga sem þeir eiga ekki rétt til, skuli endurgreiða þá.“ Lesandi var svo vinsamlegur að senda mér slóð á nýlegan Héraðsdóm (sjá athugasemd við síðustu færslu). Í ljósi þess sem þar kemur fram, held ég að Síminn verði frekar lengi að finna lög sem henta fyrirtækinu í þessu máli.

Hive (sem nú heitir Tal) sendi mér skjáskot af flutningsbeiðni sem átti sér stað í apríl 2006. Þar voru starfsmenn Mílu á ferð. Þar með er dagsetning á hreinu, hver vann verkið og hvað var gert. Tal upplýsti einnig að þar á bæ væri grundvallarregla að endurgreiða allt sem oftekið væri.

Síminn sendi mér hins vegar bréf í gær:
„Varðandi þá spurningu sem þú vildir koma á framfæri við okkar lögfræðisvið. Best er að þinn lögfræðingur hafi samband við Lögfræðisviðið til að fá þau svör.“

Ég veit núna hvað lögmaður kostar á tímann.

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Stóra Símamálið II

  1. jamm, dreifist sem víðast! (ég er komin með yfir 400 innlit á skammarpistil minn um Hljómsýn og Litsýn – efast um að svonalagað komi fyrirtækjunum vel)

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.