Stóra Símamálið-Niðurstaða!

Mér er ljúft og skylt að upplýsa að komin er lausn á ágreiningi mínum við Símann, sem lýst er í fyrri færslum hér að neðan.

Í morgun hafði blaðamaður Pressunnar samband og forvitnaðist um málavexti og skömmu síðar hafði upplýsingafulltrúi Símans, Margrét Stefánsdóttir, samband. Hún kannaði málið og hringdi örskömmu síðar, sagði að ég fengi þetta endurgreitt að fullu eins og ég hafði upphaflega beðið um.
Þetta er niðurstaðan sem ég bjóst við allan tímann og er mjög ánægður með að hún fékkst svona fljótt. Frá þessu verður gengið á næstu dögum, skv. bréfi frá MS, og á hún lof skilið fyrir rösklega framgöngu. Ég varð þess líka var í gær og í morgun að þessi bloggfærsla mín hafði vakið meiri athygli en ég bjóst við og dreg ekki úr áhrifamætti fjölmiðlunar og upplýsinga. Ég er einnig þakklátur fyrir fjölda ábendinga um úrskurði og dæmi.

Ég sá líka þegar ég kom heim af kontórnum að umfjöllun um þetta hafði ratað á Pressuna. Allt er gott sem endar vel.

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Stóra Símamálið-Niðurstaða!

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s