Áfengisneysla í keppnisferð með unglingum

Í DV er fjallað um dóm yfir fararstjóra í æfinga-og keppnisferð með 16 ára unglingum, árið 2007. Það sem vekur athygli er einkum þetta:

„Málsatvikum var lýst þannig fyrir dómi að ákærði hafi verið fararstjóri í æfingar- og keppnisferð sem stúlkan var í ásamt fleirum árið 2007. Hópurinn hafi gist saman í íþróttahúsi og öll hafi þau verið búin að neyta áfengis þegar atvikið átti sér “

Það er gott og blessað að tala um heilbrigða sál í hraustum líkama á tyllidögum og gildi forvarna, uppeldisgildi íþróttafélaganna og öflugt starf þeirra, sem sé svo gott fyrir æsku landsins. Þarna er lifandi dæmi um allt sem á EKKI að eiga sér stað innan íþróttafélaga og á ekkert heima í íþróttum. Nógu slæmt er málið fyrir, þó ekki bætist þetta við.

Auglýsingar

6 athugasemdir við “Áfengisneysla í keppnisferð með unglingum

 1. Í dómnum stendur að: „Ferðin var farin með hópi ungmenna á aldrinum 16 til 20 ára.“

  Einnig að: „Síðasta kvöldið hafi [framkvæmdastjórinn] farið út með fólki sem hafði annast móttökur þeirra, en [fórnarlambið] hafi farið út að borða með hópnum. Sagðist ákærði hafa drukkið einn til tvo bjóra með mat um kvöldið og grunaði hann að krakkarnir hefðu drukkið bjór á veitingastaðnum.“

  Hinn fararstjórinn er hins vegar ekkert spurður út í þessa áfengisneyslu krakkanna.

  En það verður að teljast undarlegt að í dóminum er um þetta fjallað eins og ekkert sé sjálfsagðara en áfengi sé haft um hönd í slíkum ferðum, þar sem börn eru á meðal.

 2. reyndar er grátt svæði á ferðalögum víða, finnst ykkur að það eigi að vera blátt bann við að 18 ára unglingar fái sér bjór í landi þar sem löglegur drykkjualdur er sami?

 3. Mér fannst nóg að sjá að bæði fararstjóri og 16 ára unglingar voru undir áhrifum. Í íþrótta-og keppnisferðum eiga að gilda ákveðnar reglur og ég treysti því að fullorðið fólk axli ábyrgð og hafi svona ferðir vímuefnalausar. Það þarf eiginlega ekki að ræða það frekar.

 4. Þetta er mikið rætt í Svíþjóð núna, þ.e. hvort sænsk lög eigi að gilda líka fyrir utan landsteinana. Það á sérstaklega við um einn lagabálk, lög um bann við kaupum á kynlífi. Sambærileg norsk lög gilda utan Noregs, nú vilja Svíar breyta lögunum sínum þannig að þau geri það líka.

  Annars gildir sú regla yfirleitt að lög gildi einungis innanlands. Það er t.d. ekki hægt að kæra foreldra sem ganga í skrokk á börnum sínum ef þau gera það í landi þar sem það er leyfilegt.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.