Illa þýddu fréttirnar

Í morgun hef ég lesið fleiri illa þýddar fréttir og „pistla“ á fréttamiðlum og dægurmálasíðum en ég man eftir. Flestallt efni á bleikt.is, allt slúðurefni á Vísi, Pressunni og DV er ákaflega illa íslenskað úr erlendum netmiðlum og oft er svo rangt farið með að halda mætti að ófermd börn ritstjóranna hafi fengið að leika lausum hala án orðabókar.
Þessi „frétt“ er ágætt dæmi um hverju ákaflega léleg enskukunnátta getur skilað. Hún fjallar um líkamsárás í Brooklyn og tengingin við okkur hér heima er að fórnarlambið mun hafa verið eitt af 100.000 sem spreyttu sig í undankeppni bandarísku stjörnuleitarinnar. Þótt því sé haldið fram í íslensku útgáfunni að hún hafi fengið ótæpa athygli út á þátttöku sína, get ég staðfest sem þýðandi þáttanna að þessari stúlku brá aldrei fyrir í þeim og er stórlega ofmælt að kalla hana Idol-keppanda. Talað er um að hún fái annað tækifæri í Stjörnuleitinni, sem er sýnir þekkingarleysi blaðamannsins íslenska, því allt slíkt kláraðist fyrir nokkrum mánuðum, en þessi árás varð fyrir nokkrum dögum. Það eina sem er rétt í íslensku útgáfunni er nafn stúlkunnar og heiti skólans.

Til samanburðar er frásögn af sama atburði á Mbl.is. Þar er einnig getið heimildar, en um slíkt hirðir Vísir ekki.

Í sjálfu sér skiptir þetta mig litlu máli. Ég les svona „fréttir“ daglega og ef ég pirraði mig í hvert sinn, væri ég örugglega sígramur ofurbloggari, stóryrtur og rjóður af hneykslun á hverjum degi.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s