Öfugmælavísur um Bessastaðabóndann

Ólafur kveður við öllu já
sem Alþingi honum sendir
Ólafur víkur sér alltaf frá
ef athyglin á honum lendir.

Ofursjaldan í fjölmiðla fæst
fámáll og dagfarsprúður
þó dyranna knýi alþýðan æst
og átaka þeyti lúður.

Oft við tölvuna unir við
alls konar leikjaforrit
hundinum kennir hundasið
og huxar stundum um Dorrit.

Ólafur hafnaði útrásarkór
öllu neitaði að trúa.
Með útrásarvíkingum aldrei fór
að útlendingum að ljúga.

Þjóðin elskar hann Óla minn
allt það góða á skilið
og fær því að launum forsetann sinn
fimmta kjörtímabilið.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Öfugmælavísur um Bessastaðabóndann

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s