Tímamót og flutningar

Ég festi mér þetta lén, malbein.net, fyrir átta árum, og hóf að nota wordpress-forritið. Lengst af hef ég verið ánægður með hýsinguna en undanfarið ár hefur hún dottið út oftar en mér hefur líkað og ýmislegt virkar ekki lengur. Ég er því ekki sáttur við að borga fyrir þjónustu sem ekki verður fullnýtt og ég hef lítið að gera við 2 gígabæta diskpláss þegar ég nota bara um 20 megabæti. Þarfagreining hefur farið fram og niðurstaðan er þessi:

Ég flutti allt mitt hafurtask á wordpress.com. Ný slóð á Málbeinið er malbeinid.wordpress.com. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með daglegu tuði mínu, illkvittni, almennri mannvonsku og níðvísum, geta því breytt tenglum sínum í samræmi við þetta. Að öðru leyti er þetta álíka mikill héraðsbrestur og þegar sprek hrekkur í tvennt.

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Tímamót og flutningar

  1. Ansans! Nú þarf ég að muna þriggja orða slóð í stað tveggja orða … Eins og minnið er uppfokkað. En hvað leggur maður ekki á sig til að fylgjast með almennilegu bloggi? 🙂 Og guði sé lof fyrir favourites-möguleikann.

    Gangi þér allt í haginn á nýja staðnum.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.