Hlé dauðans

Við lentum í merkilegri bíóferð í dag. Okkar eigin Osló í Háskólabíói átti að hefjast klukkan 17.45. Við héldum að við yrðum of sein, komum þó á slaginu í salinn en þar ríkti dauðaþögn og allir horfðu á hljóðlausar skjáauglýsingar sem voru endurteknar fimm sinnum. Síðan komu sýnishorn. 18:05 hófst sýningin. 20 mínútum á eftir auglýstum tíma. Klukkan 18:35 var hlé. Eftir hálftíma.

Nú vita allir að hlé á kvikmyndasýningum eru til að selja sælgæti og gos á okurverði en þarna finnst mér stungin tólg. Mér finnst lágmark að mynd sé hálfnuð ef þarf að stöðva sýningu á annað borð. Í anda þess að maður á að segja, en ekki þegja, fór ég fram og kvartaði yfir þessari vitleysu við starfsfólkið.

Næst ætla ég að koma minnst stundarfjórðungi eftir auglýstan sýningartíma í bíó. Mér finnst tíma mínum illa varið í að vera neyddur til að sitja undir auglýsingum í 20 mínútur. Þetta er rugl og fólk á ekki að láta bjóða sér svona.

Myndin var annars góð. Frekar sorgleg og ég fór frekar þunglyndur út. En hún situr vel í manni.

2 athugasemdir við “Hlé dauðans

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.