Sigurlögin okkar í Júróvisjón

Á langri bílferð um flatneskju Snæfellsness þar sem séra Árni kvað vont fólk búa og fátt annað var að sjá en regn á framrúðu,var merkilegt að hlusta á Jónatan Garðarsson, sérfræðing RÚV í vondulagakeppninni, fara yfir íslensku lögin og gengi þeirra. Eftir langan feril er Jónatan hokinn af reynslu og kominn með Makedóníuheilkenni, sem felast í því að fá virkilega vont lag á heilann og missa um stundarsakir tónlistarsmekk sinn. Ég þykist þess fullviss að þetta heilkenni sé bara bundið við vondulagakeppnina því fyrir utan hana er Jónatan smekkmaður og sérfræðingur í tónlist.
Jónatan kunni einkum á því skil af hverju íslenska lagið sigraði ekki, ár eftir ár. Þar kom margt til skýringa. Röng sviðsetning, of mikið að gerast á sviðinu við flutninginn, of lítið að gerast, röng hljóðfæraskipan, röng hugsun, slæm framsetning á laginu fyrir sjónvarp, of einfaldur búningur, of mikið lagt í útsetningu. Allt þetta vissi Jónatan og útskýrði lipurlega af hverju íslenska lagið vann ekki. Það er reyndar gott því þá færi RÚV endanlega á hausinn og við myndum búa við endursýningar í nokkur ár. Hvergi kom sá möguleiki til greina að okkar framlag væri ekki boðlegt utan landsteinanna.
Svo rifjaði ég upp viðtal við formann lagavalnefndar fyrir mörgum árum. Sá hafði fengið Makedóníuheilkenni ásamt nefndarfélögum sínum og þegar skrykkjótt upptaka af þunglyndislegu lagi, trampað á gamalt fótstigið orgel, var leikin fyrir nefndina, þóttust kunnugir þekkja rödd Valgeirs Guðjónssonar og fögnuðu ákaflega. Formaðurinn viðurkenndi að mörg góð lög hefðu verið í hópnum, en nefndin þóttist viss um að „Valgeir gæti gert eitthvað úr þessu. „Þetta ágæta lag fékk einfaldan búning, var látið njóta sín, eins og Jónatan kallaði það, og fékk ekkert stig þegar á hólminn var komið. Heima sat „þjóðin“ vonsvikin og skellti skuldinni á smekkleysi útlendinga.
Þetta smekk-og skilningsleysi útlendinga verður án efa dregið fram þegar Makedóníuheilkennið rennur af „þjóðinni“ að lokinni næstu keppni.

Ein athugasemd við “Sigurlögin okkar í Júróvisjón

Færðu inn athugasemd við Harpa Hreinsdóttir Hætta við svar

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.