Úrgangur páskanna og sukkjöfnun

Á páskum krefjast hefðir þess að við jetum ket og súkkulaði í íslenskum mæli, sem táknar yfirleitt botnlaust óhóf. Steikt hold er til að minna okkur á pínu og dauða Krysts en súkkulaðsegg á uppsprengdu verði verða seint tengd atburðum á Hausaskeljahæð. Ég tilheyri ekki þjóðkirkjunni og enginn óskaði mér gleðilegra páska, enda skil ég seint hvað er gleðilegt við páskana, eins og krystnir menn lýsa þeim.
En ég stundaði sukkjöfnun í dag eftir virka þátttöku í áttíðinni og eftir ábendingu frá Stefáni Pálssyni um úrgang á ársgrundvelli ákvað ég að reikna og mæla það sem af mér gengi í einhverri mynd í dag. Þar sem sumir blogglesendur eru viðkvæmar teprur, verður hér talað um númer eitt og tvö.
Dagurinn hófst á góðri setu með 1 og 2 þar sem 500 grömm lágu. Næsta mæling var stundu síðar og þá höfðu farið 300 grömm í almenna útgufun og vökvalát. Sama tala kom rétt fyrir útferð um hádegisbil þar sem hin eiginlega sukkjöfnun fór fram með víðavangshlaupi í hartnær 90 mínútur. Vökvatap við þessa iðju var hálfur annar lítri eða umreiknað í 1500 grömm. Eftir þetta var bætt á tankinn og jafnað með 200 gramma skreppitúr á postulínið.
Nú er kvöldverður að baki og ég reikna með einni stuttri ferð fyrir svefninn, sem er áætluð 200 grömm, miðað við vegið mánaðarmeðaltal. Þar með er heildarúrgangur 3 kíló.
Ég efast um að nokkur hafi gaman af þessum tölum nema ég og kötturinn.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Úrgangur páskanna og sukkjöfnun

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.