OMG-blogg

Á sínum tíma skemmti ég mér við að skrifa bloggfærslur í stíl þekktra bloggara.. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar (klisjublogg) og í gær bættist við skilgreiningin OMG-blogg. Fyrir skammstöfunarblinda lesendur (fordómablogg) táknar OMG ómægod, sem er alhliða upphrópun og fer merking hennar eftir aðstæðum hverju sinni. OMG-bloggarar eru algengir á Moggablogginu en þeir helstu halda til á DV, fá þar reglulega upp í kok, springa öðru hverju af hneykslun, fá nóg af einhverju í hverri viku og virðast ekki hafa tíma til að lifa notalegu lífi eins og við hér við Sædýrasafnið (fordómablogg). Kunnur ungfræðimaður sendi mér þessa skilgreiningu á OMG-bloggara.

„Dagur í lífi OMG-bloggara: Vaknar, teygir úr sér, dregur gluggatjöldin frá, opnar glugga og andar að sér fersku lofti. Kveikir á útvarpi, hellir upp á kaffi og býr sig undir að borða morgunmat í rólegheitum. Nær í dagblað. Sér forsíðufrétt dagblaðsins og tryllist. Tólfhundruðasti dagurinn í röð sem rólegur morgunn er eyðilagður vegna tryllingskasts vegna einhverrar fréttar um að einhver annar hafi gert eitthvað sem kássar ekkert sérstaklega upp á viðkomandi OMG bloggara. Restin af deginum fer í að ausa úr skálum reiði sinnar á blogginu. Forðast eftir megni að kynna sér málið af einhverju viti samt.“ (M.A)

Ég hvíli mína ferðatösku (þýðingablogg).

Auglýsingar

2 athugasemdir við “OMG-blogg

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s