Hattkunningjar

Aðdáendur Tryggva Líndal glöddust í morgun þegar gaf að líta meitlaða minningargrein hans í Morgunblaðinu. Að vanda lét Tryggvi ljóð eftir sig fylgja, enda er það yfirlýstur tilgangur hans með eftirmælaskrifum að koma eigin verkum á framfæri. Hann skrifar einkum um gengna rithöfunda og skáld og skiptir þá litlu máli hversu kunnugur hann var hinum látna. Fræg er minningargrein hans um Nínu Björk Árnadóttur sem hann sá eitt sinn horfa í búðarglugga. Önnur kynni hafði hann ekki af henni.
Í þessari grein kemur fyrir nýyrði sem vert er að halda á lofti:

„Við Ingólfur vorum hattkunnugir. Ég vil lyfta hatti mínum fyrir honum sem rithöfundi og
kveðja hann með broti úr ljóði
mínu: Morðinu á Victori Jara,
sem birtist í níundu ljóðabók
minni; Söguljóðum og sögu
(2005):
Þjóðin á nú sinn dýrling,
sinn García Lorca baráttusöngvanna;
„Var nauðsynlegt að drepa hann?“
spyrja nú nágrannarnir Chile:
„Það er ógæfusöm þjóð
sem verður á
að missa sinn besta son!“
Tryggvi V. Líndal.“

Ein athugasemd við “Hattkunningjar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.