Brúðkaupsnóttin á RÚV

Það var mál manna að útsendingin á RÚV hefði tekist afar vel og Elísabet Brekkan og Bogi Ágústsson hefðu farið á kostum í lýsingum sínum. Því er eðlilegt að þau haldi áfram þar til dagur rís.

Af brúðkaupinu var fréttafjöld
frægasta þykir á nýrri öld:
Ennþá er von á einni.
Loks tekur ást í Englandi völd
útsending byrjar seint í kvöld:
Brúðkaupsnóttin í beinni.

Elísabet og Bogi fá
blíðuhótum að segja frá
og fitli við færin kynja.
Hvort þeirra verður ofan á?
Elísabetu dreymir að sjá.
Svo byrjar Bogi að stynja.

Heimsbyggðin fylgist heilluð með
hefur ei kóngafólkið séð
í álíka ástarloga.
Ungu hjónanna glatt er geð
gildur kóngur er orðinn peð.
En hvað varð um Betu og Boga?

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.