Um erfiljóð Hallgríms Pé

 • Sælar guðs barna sálirnar
 • syngja hjá lambsins trón,
 • sem heimsins synda byrðir bar,
 • burt tók og dauðans tjón.
 • Holdið, sem þeirra hreysi var,
 • hvílist í dýrðar von.
 • Því bíður vor og væntir þar
 • Vigfús minn Gíslason.
Þeir sem gruflað hafa eitthvað að ráði í skáldskap HP, sjá þegar í stað helstu einkenni höfundar. Stirðbusalegar hendingar, áhersluatkvæði á flakki og langsótt rímorð.  Framsögn er höktandi fyrir vikið og sá sem upp les, virkar lesblindur eða stirðlæs.  Þannig verða þeir líka sem hafa oflesið Passíusálmana og þykja þeir afburða kveðskapur.  Þeir verða í orði eins og kvæði eftir Hallgrím, málstífir, höktandi, illa haldnir af áhersluflakki og gætu auðveldlega leikið séra Sigvalda í jólaleikriti Ungmennafélagsins Vísis.
Mér þótti öllu merkilegra að sjá nafn konunnar sem fann kvæðið. Þórunn Sigurðardóttir.  Ég held að þarna sé kominn höfundur ofnotaðs kvæðis sem birtist oft í vikum á síðum Morgunblaðsins.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ef Þórunn er ekki höfundurinn, biðst ég forláts. Til vara set ég fram þá kenningu að afkomandi HP hafi ort þetta, þar sem öll höfundareinkenni Saurbæjarklerksins eru til staðar.
Auglýsingar

3 athugasemdir við “Um erfiljóð Hallgríms Pé

 1. Missti mig smástund í að reyna að gúggla þessa Þórunni Sig. sem orti ofnotaða ljóðið en án árangurs. Væri gaman að vita nánari deili á þeim höfundi.

  Mogginn býður reyndar upp á góða þjónustu, ljóðabanka, sem höfundar minningargreina geta tekið út úr. Því miður er ljóðabankinn illa auglýstur (hlýtur að vera því allir tyggja upp það sama, þ.á.m. Ég sendi þér kæra kveðju). Sumt í ljóðabankanum er líka dálítið skrítið, ég myndi t.d. ekki setja „Afi minn og amma mín / úti á Bakka búa… “ í minningargrein. Flest hinna myndu gera sig vel. Sjá http://www.mbl.is/mm/mogginn/ljodabanki.html

 2. Kvæði Baggalúts er miklu mun betra.

  Ertu dauður, elsku vin?
  Æ, hvað það var gott.
  Lokast þá þitt ljóta gin
  og lævíst hverfur glott.
  Oní holu hnígur brátt
  hræ þitt, önd og sál.
  Ég mun lyfta horni hátt
  og hrópa glaður: Skál!

  http://baggalutur.is/blogg.php?id=484

 3. Og ég sem var handviss um að Málbeinið hefði orkt þessa vísu í orðastað Hallgríms! Tek svo undir að stíll hans er auðþekktur, ég allavega þekkti hann í Útsvarsþætti þar sem ég var gestur.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s