Fólk sem á bágt

Margir gáfu sér ekki tíma til að fagna árangri íslenska lagsins í gærkvöldi en hömuðust við að níða fulltrúa RÚV sem sat ytra og lýsti því sem fyrir augu bar.  Hún þótti ekki nógu skemmtileg, ekki nógu kaldhæðin, illkvittin, hæðin, skorta húmor og margt fleira var tínt til henni til hnjóðs. Þetta má flest lesa á Fésbókarsíðu, sem stofnuð var í snarhasti. Sigmar Guðmundsson þykir uppfylla allar kröfur þessa hóps. Ég vona að það segi meira um hópinn en Sigmar.

Ég vildi ekki vera í sporum lýsandans, sem táraðist af gleði í gærkvöldi, og vakna við svona umsagnir á Netinu. Þetta er langt frá því að vera málefnaleg gagnrýni, mikið um skítkast en allnokkrir taka þó upp hanskann fyrir lýsandann. Ég hef frekar lítinn áhuga á Vondulagakeppninni en finnst þó þetta: Fólk sem getur ekki horft á Júróvisjón án kaldhæðni, spotts og háðs um þátttakendur, á virkilega bágt.

30 athugasemdir við “Fólk sem á bágt

  1. segðu mér að þú sért að grínast með þessa síðustu setningu! Meistari háðsins sjálfur.

    Tek hins vegar undir fyrri partinn – ömurlegt að þurfa að hella sér svona yfir konuna sem var örugglega að gera sitt besta og ekkert auðvelt hlutskipti.

  2. Mér fannst þessi kona bara standa sig mjög vel; ágætt að losna við þessar hefðbundnu pillur í garð Austur-Evrópuþjóða og þeirra tónlistarsmekks sem hefur oft komið úr hörðustu átt.

  3. Ég horfði ekki á Eurovision en ég las þennan pistil og fór eftir það og skoðaði þessa stuðningssíðu. Ég sá ekki mikið níð á henni heldur var fólk frekar að lýsa yfir að það saknaði Sigmars,- sumir tilnefndu aðra sem þá langar að sjá á þessum vettvangi sbr. Herbert Guðmundsson, Gísla Martein o.s.f.r. Jú, einhverjum þótti eitthvað að lýsingunni, harðasta athugasemdin sem ég fann var eitthvað á þessa leið „eg vil Sigmar aftur þessi kona var alveg vonlaus húmorslaus og þur“.
    Greinarhöfundur þessarar greinar sér samt ekkert að athugasemdum eins og:
    „Ég vona að það segi meira um hópinn en Sigmar“ & „Vondulagakeppninni“.
    Er þá ekki hið fornkveðna,- margur heldur mig, sig, viðeigandi.

    Ekki hef ég mikin áhuga á þessari keppni en ég kalla ekki framlag þessara tónlista manna vondulagakeppni um leið og ég fer hörðum orðum um að gagnrýna þá sem sakna þess að Sigmar lýsi keppninni eða langar í Herbert sem lýsanda.

    Margur heldur mig sig.

  4. Mér fannst hún besti þulur í Eurovision – EVER – Gott að vera laus við þá vitleysingana Sigmar og Gísla Martein – Íslendingar eru bestir allir aðrir eru lélegir eða að reyna að svína á íslendingum –

    Og þegar hún sagði í lokin þegar úrslitin voru ljós að – nú fer ég bara að gráta af gleði – það lá við að ég táraðist líka af gleði þó mér fyndist lagið okkar ekkert sérstakt.

  5. Hahahaha,- eru bara vilhöll komment samþykkt hérna,- það segir allt sem segja þarf er það ekki?

    • Spes að sleppa þessu inn eftir að hafa ritskoðað það…enda persónulegur póstur á greinarhöfund en ekki færsla.

      • Matthías, Gísli er bókað með að það þurfi að samþykkja komment í fyrsta skipti sem viðkomandi skrifar. Ég er með sama og fékk ógeðskomment á það, þegar komment frá viðkomandi birtist ekki strax.

  6. Ég sá ekki Eurovision en ég fór á þessa síðu eftir að hafa lesið þennan pistil og rakst ekki á nein leiðindi.
    Þarna var bara fólk sem finnst Sigmar svona frábær þulur og einhverjir sem vildu Gísla Martein, Herbert Guðmunds eða einhverja aðra til að lýsa þessu.
    Það sem kom næst því að vera ósanngjörn ummæli um þessa konu sem var að lýsa var eitthvað á þá leið að einhverjum þætti hún þurr og öðrum þætti hún ekki vera með einhvern húmor sem Sigmar býr yfir.

    Skrifin í þessu bloggi hinsvegar eru eitthvað drull yfir þá sem nenna að hafa skoðun á þessum málum „Ég vona að það segi meira um hópinn en Sigmar“ og svo yfir listamennina sjálfa og framlag þeirra „Vondulagakeppni“

    Margur heldur mig sig og maður kastar ekki steinum úr glerhýsi.

  7. Æji…hélt að það væri ritfrelsi…eða skoðanafrelsi,- sá svo að það sem ég var að skrifa er ekki að birtast frekar en fyrridaginn. „awaiting moderation“. Mikið er hægt að líta gáfulega út ef maður passar að afnema rit og skoðanafrelsi.

  8. Og verst af öllu finnst mér þegar Ríkisútvarpið okkar er bara kallað rúv.

    Það finnst mér hvorki háð, spott né spé.

    Fréttaþulinn þekkilega má að skaðlausu kalla pm. Honum væri sómi í því.

  9. Ég horfði reyndar ekki á alla keppnina, en það sem ég heyrði fannst mér bara fínt (hjá þulunni altså). En (sumt) fólk er fífl og erkidónar, þannig er það því miður bara.

  10. Vegna ummæla um ritskoðun hér að ofan skal þess getið að fyrsta athugasemd MB fór í bið, enda fannst mér þar gæta misskilnings. Eftir umhugsun og ítrekun frá MB, samþykkti ég allt og því lítur þessi umræðuhali svona út. Vilji einhver sleppa sínu tilleggi úr, nægir að senda póst.

  11. Mattias:

    “Ég sá ekki Eurovision en ég fór á þessa síðu eftir að hafa lesið þennan pistil og rakst ekki á nein leiðindi.“

    Vegna gagnrýni á FB síðuna var skítkastið og mest öll leiðindin fjarlægð.

    Hefðir átt að lesa yfir þetta áður. Ekki fallegur lestur.

  12. Varðandi ritskoðun þá var commentum mínu nr1 ekki sleppt í gegn og svo eftir að ég hafði með því sem nú er comment 2 og 3 haft samband við ritstjóra og höfund þessa bloggs haft samband við mig í gegnum netfangið mitt þar sem heitar umræður sköpuðust. Þá fyrst var kommenti 1 sleppt í gegn sem og 2 og 3 sem teljast til einkaskilaboða og líka 4 sem augljóslega er endurtekning á commenti 1 þar sem ég taldi commentin vera farin að birtast.
    Augljóst er að þetta er gert með vilja.

    Ég get nú ekki sagt að allt sem hér að ofan er skrifað teljist fagurt, en það er gott að fólkið í landinu geti rifist um eitthvað annað en Icesave loksins.

    Ég er alveg sammála um að þessi gagnrýni sem á þessa konu dynur er óvægin, en viðhverju býst manneskja sem er öllum óþekkt og tekur að sér að kynna einn stærsta viðburð ársins á ljósvakavettvangi? Einhver hlýtur að gera sér grein fyrir hvað það er vitlaust að gera þetta. Mér er nær að spyrja hverjum hjá RUV datt þetta í hug.
    Sigmar byrjaði rólega með þætti sýna á X-inu en endaði sem ástsælasti þáttastjórnandi landins.
    Þó er hann ekki undanskilin óvæginni gagnrýni eins og sjá má hérna.
    http://www.facebook.com/group.php?gid=9949599804
    Nema hvað, þessi grúbba hefur ekki nema 12 meðlimi.

    Hvað sem því líður þá er engin betri maður þó hann drulli yfir mann og annan sem hafa sagt eitthvað óviðeigandi á vettvangi veraldarvefsins. Það bara setur viðkomandi í sama flokk.

  13. Hin algjörlega óþekkta Hrafnhildur Halldórsdóttir. Hahumm, oseisei. Ætli þau séu orðin 15, árin sem hún hefur verið í útvarpinu? Eða skyldu þau vera nær 20?

    • Gætu verið 15 Ævar og þau gætu verið 20, samt sem áður virðast fáir vita hver manneskjan er, það kannski segir meira en ekki um mistökin. Ef litið er aftur á umrædda síðu þá sést hver vilji sjónvarpsáhuga manna er þetta þarf að vera einhver í „Séð og Heyrt“ status hjá áhugamönnum Eurovision.
      Ég hef mætur á Sigrúnu Davíðsdóttur í speglinum en ég efast um að markhópur Eurovision viti hver hún er eða að hún henti almennt í djobbið. Vel má vera að Hrafnhildur Halldórs geri það eins og áður hefur komið fram horfði ég ekki á þetta. En það virðist ekki hafa fallið í kramið og ekki hefur neinn aðspurður getað sagt mér hver hún er fyrr en nú.
      Mér verður hugsað til myndarinnar „Radio Days“ sem Woody Allen gerði um árið þegar ég les kommentið þitt. Markhópur Eurovision er ekki bara elliheimilið Grund, þetta er þjóðin sem er að horfa og vill fá þjóðþekktan einstakling til að kynna.

      Persónulega vil ég frekar hlusta á Sigrúnu Davíðsdóttur en Eurovision sem betur fer fær hún frið til að gera það sem hún gerir best og gerir vel.

      • „það kannski segir meira en ekki um mistökin“ – hvað þýðir þessi setning? Hm. Að efninu: Sú útvarpsstöð sem mesta hlustun hefur haft á landsvísu í gegnum árin heitir Rás 2. Ég efast ekki um að á hana sé hlustað á Grund, en hún heyrist semsagt talsvert víða annarstaðar líka. Og það er sú útvarpsstöð sem, eðlilega, hefur fjallað mest um Evróvisjón í gegnum árin. Þar var Hrafnhildur dagskrárgerðarkona árum saman við góðan orðstír, en flutti sig fyrir skemmstu yfir á rás 1. Á rásar 2 árunum kom Hrafnhildur einmitt oft að umfjöllun um Evróvisjón á einn eða annan hátt. Það, að þú þekkir hana ekki, segir etv meira um þig en hana.

  14. Þú hlýtur að hafa rétt fyrir þér verandi málverndarsinni og diggur hlustandi rásar 2. Annað hvort það eða viðbrögðin tala sínu máli.
    Hvað heldur þú?

  15. P.s
    Ég verð skelfingu lostinn yfir listilegum rökfærslum manna sem nota „það etv segir meira um þig “ eða „það segi meira um hópinn en“.
    Sérstaklega þegar það segir ekki nokkurn skapaðan hlut um nokkurn mann? Nema kannski það að hann hafi ekki nokkurn áhuga á manneskjunnim, hugsanlega ekki heldur neinn áhuga á rás2 né persónudýrkun á þeim sem þar tala (jafnvel þeim sem heita Ævar Örn).
    Lagði reyndar á mig að hlusta á hana tvær kynningar í kvöld og fannst hún hvorki góð né slæm, heldur góð miðað við þá gagnrýni sem á hana hefur dunið. Hinsvegar skil ég vel að áhugamenn um þessa keppni vilji fá Sigmar út.
    Ég skil samt ekki að það þurfi að vera með leiðindi út af þessu máli,- hvorki hér né annarstaðar.
    En það segir kannski e.t.v mest um ykkur menningarvitana en mig að þið teljið svo vera.
    Hvað þýðir annars etv?

    • Sæll nafni
      Takk fyrir sýndan áhuga á skoðunum mínum en nei ég er ekki með neina blogg síðu né hef ég almennan áhuga á að liggja yfir slíkum skoðanaskiptum dag og nótt.
      Ég bið þig auðmjúklega afsökunar á að ég skuli telja þá sem fara ófögrum orðum um aðra sem sem slíkt gera engu betri en þá sem byrja barnalegar deilur með þessum hætti.
      Tröll myndu væntanlega gera það ónafngreind eða í það minnsta ekki hafa þor til að birta fullt nafn sitt.
      Skondið hvað lítið er um það hér að slík dáð finnist að fólk þori að koma fram undir fullu nafni?

      • Sæll nafni.
        Gott að heyra að þetta er þitt rétta nafn enda ekkert að skammast sín fyrir!
        Ég spurði vegna þess að mér finnst alltaf réttast að menn ræði saman á sínum eigin bloggsíðum en ekki annarra, líkt og við t.d. gerum nú, en ég veit að hann Gísli fyrirgefur mér þessa framhleypni.

  16. Matthías
    15.5.2011 7:32

    Góð spurning

    Að þessari umræðu sem skapast hefur hér slepptri …. að þá fannst mér þulurinn standa sig mjög vel í gærkvöldi. Annað má kannski segja um framlag Íslands í ár .. en þetta er flottur minnisvarði um Sjonna.
    Besta mál.

    Ég var ekki viss um að við værum með það gott lag að við færum í aðalkeppnina en það tókst. Íslenzka lagið var í 4. sæti í fyrri undankeppninni. Flott hjá þeim.

Skildu eftir svar við Jón Óskarsson Hætta við svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.