Blogg í tölum

Síðan ég flutti mig um set á wordpress.com, sé ég aðsóknartölur á annan hátt.  Þar sem eyjan.is tengdi í færslu um Júróvisjón, urðu tölur gærdagsins hærri en venjulega. Ég nota Blogggáttina til að fylgjast með bloggfyrirsögnum og fréttum og hef haldið að það gerðu fleiri. Þess vegna komu tölur gærdagsins nokkuð á óvart. Í sérdálki má sjá hvaðan heimsóknir komu:

ReferrerViews

eyjan.is  1,415

Facebook  679

blogg.gattin.is 29

Total views referred by links to your blog 2,145

Með öðrum flettingum alls 2883. 

Enn er umferð um Eyjuna en samkvæmt þessu sækir Fésbókin á. Talan fyrir Blogggáttina er miklu lægri en ég bjóst við.  Fyrir þá sem vilja koma sér á framfæri er þetta umhugsunarefni. En ég er hógvær piltur úr sveit og held áfram að tutla hrosshárið mitt og strjúka kettinum öfugt.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Blogg í tölum

  1. Þetta er afar áhugavert. Ég fæ yfirleitt fleiri heimsóknir en þetta gegnum Blogggáttina (sem ég nota einmitt sjálf, eins og þú) en ekkert óskaplega margar samt, nema fyrirsögnin sé það krassandi eða misvísandi þannig að einhverjir haldi að ég hafi bloggað OMG-færslu.

    Facebook er greinilega áhrifaríkust til að auglýsa bloggið sitt (fyrir utan link út eyjunni). Það er því ekki vænlegt að vera bloggari með stefnuna „99 FB vinir er nóg“ 😉

    Talsverðu hluti heimsókna á mitt blogg er gegnum Google. Það er líklega af því ég skrifa orðið aðallega „endursagnarblogg“ (sem að mati ákv. ungfræðimanna er afskaplega hallærislegt). Bloggið mitt er því meir og meir að þróast í gagnasafn, kannski af því FB hentar svo ágætlega fyrir persónuleg tíðindi. Raunar er ég ágætlega sátt við uppundir 100 heimsóknir þá daga sem óbloggað er.

    Ætli ég strjúki svo ekki líka kettinum en láti hrosshárið eiga sig. Og hafi gullkorn vefarans í huga: „Less is More“.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.