70 milljónir atkvæða

Háar atkvæðatölur í Stjörnuleitinni í Kanans landi hafa vakið athygli í vetur.  Einkum hjá þeim sem þykir keppnin hallærisleg. Aðrir eru himinlifandi. Sjónvarpsstöðin veifar tölunum til marks um áhorfið. Þó eru brögð í tafli. Það er ekki eins og sé eitt atkvæði á mann.

Lausleg athugun sýnir að þeir sem kjósa, nýta skammtinn sinn til fulls. Á tveimur tímum er hægt að koma frá sér 100 atkvæðum á Netinu með því að sitja við. Þeir sem kjósa á annað borð, nenna því alveg. Þeir sem eru í reikningi hjá AT&T farsímafyrirtækinu, geta kosið að vild og röskur SMS-ari hefur náð vel yfir 2000 atkvæðum á tveimur tímum. Þá fara öll atkvæðin á einn keppanda. Þar þurfa menn ekki að borga fyrir atkvæðin eins og hérna. Enda gefur auga leið að þá yrði sjónvarpsstöðin rík.

Einnig er hægt að nota tölvuforrit á borð við þetta. Sjálfsagt eru fleiri slík í gangi. En eftir stendur að af þeim 25 milljónum áhorfenda sem horfir á þættina (skv. áhorfsmælingum), nýta 4-5% atkvæðisréttinn samkvæmt þessu.

Allt þetta kann að skýra af hverju sigurvegarar undanfarin ár hafa ekki endilega verið þeir sem síðar hafa náð frægð og frama.  Ef þessi aðferð væri notuð til að velja sigurvegara í Íslandsmóti í knattspyrnu, yrði gaman að sjá niðurstöðuna.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s