Titlar handa Tobbu

Makalaus

Lýtalaus

Barnlaus

Húsnæðislaus

Glórulaus

Brókarlaus

Vitlaus

Vínlaus

Skáldkonan Tobba Marinós bregst ekki lesendum sínum og aðdáendum frekar en fyrri daginn. Þetta eru jákvæðar, hressandi og skemmtilegar sögur af lífi ungrar konu á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu, litríkum, fjörlegum vinkonum hennar, ræktinni, skemmtanalífinu, körlum og vonbiðlum, leitinni að staðalímyndinni og íslenska draumnum í anda Kynlífs í kaupstaðnum og Briðgetar Jónsdóttur.  Hver bók fjallar um eitt æviár söguhetjunnar og gefur titillinn til kynna megináherslu hverrar sögu. Smá hugmyndaflug lesandans nægir til að sjá fyrir sér 300 þéttskrifaðar síður. Af nógu er að taka.

Ég las Makalaus á sínum tíma mér til mikillar ánægju  og bíð spenntur eftir Lýtalaus, á sama hátt og ég hlakkaði til að fá nýja Öddubók í hendurnar á aðfangadagskvöldi eða testósterónskammt af Tom Swift. Þó sakna ég áhrifa Guðrúnar frá Lundi hjá Tobbu og smá Kristmann hefur aldrei brugðist.

Auglýsingar

28 athugasemdir við “Titlar handa Tobbu

 1. Fótalaus- átakanleg baráttusaga ungrar konu sem reynir að fóta sig eftir erfitt bílslys. Hún er dugleg að fara í ræktina á bleikum hjólastól.

 2. Linnulaus -fjörleg saga ungrar konu sem byrjar að æfa langhlaup en er líka dugleg að fara í ræktina, hitta skemmtilegar vinkonur á kaffihúsum og skemmtistöðum, byrja og hætta með karlmönnum og kaupa sér flott föt og snyrtivörur.

 3. Mállaus -ung kona missir málið en heldur samt áfram að fara í ræktina, hitta vinkonurnar, byrja og hætta með karlmönnum og lendir í ótal ævintýrum tengdum málleysinu. Fjörleg og heillandi raunsönn Reykjavíkursaga.

 4. Ég tel sjálfgefið að í öllum bókunum fari söguhetjan mikið á skemmtistaði og veitingahús, hitti litríkar vinkonur sínar, sé með karlmönnum hægri og vinstri og lendi í ótal skemmtilegum ævintýrum, kaupi föt, snyrtilyf og þess háttar og lifi afar viðburðaríku og dæmigerðu reykvísku lífi.

 5. Brókarlaus er auðvitað saga Bryndísar Odds, söngkonunnar saklausu en einstaklega óheppnu, sem hittir litríkar vinkonur, er með karlmönnum hægri vinstri o.s.fr. Má ætla að í Brókarlaus verði ákveðinn rímnaflokkur endursagður á léttu nútímalegu máli sem alþýðu landsins hentar. Brókarlaus verður því fyrsta chick-lit. bókin sem á upphaf sitt í rímum og svipar að því leytinu til riddarasagna áður fyrr. Gæti orðið upphafið að nýrri bókmenntagrein, séríslenskri.

 6. Tannlaus-söguhetjan fær skyrbjúg og detta úr henni flestar tennur en fyrir vikið fer hún oft til tannlækna og eru þeir allir löðrandi í kynþokka og myndast kynferðisleg spenna við undirleik suðandi bora og sogtækja. Að öðru leyti er söguhetjan dugleg að djamma með litrikum og skemmtilegum vinkonum, fer stundum í ræktina og fatabúðir til að galla sig upp og lifir almennt séð viðburðaríku lífi eins og sæmir 28 ára gamalli Reykjavíkurmær.

 7. Taumlaus – söguhetjan hættir að taka í nefið eftir harða baráttu við neftóbaksdjöfulinn. Hún hættir samt aldrei að fara mikið á skemmtistaði og veitingahús, hitta litríkar vinkonur sínar, vera með karlmönnum hægri og vinstri og lenda í ótal skemmtilegum ævintýrum, kaupa föt, snyrtilyf og þess háttar og lifa afar viðburðaríku og dæmigerðu reykvísku lífi.

 8. Bókarlaus – átakanleg saga ungrar stúlku á Stór Reykjavíkursvæðinu sem þjáist af lesblindu en heldur samt ótrauð áfram að hitta vinkonur sínar á kaffihúsum, kaupa snyrtivörur í ræktinni og deita karlmenn á bókasöfnum.

 9. Endalaus — Saga konu sem dreypir óvart af E.coli sýktum latté bolla, skemmtilegu vinkonurnar eru samt duglegar að sitja yfir henni á Landspítalanum, slúðra og skoða sætu unglæknanna sem sýna smitinu og sjúklingnum mikinn áhuga, og myndast oft mikil kynferðisleg spenna. Söguhetjan deyr eftir harða baráttu við sýklana og langar dvalir á salerninu, en gengur aftur og fylgir skemmtilegum og oft skrautlegum vinkonum á kaffihús og skemmtistaði — og nú getur hún kíkt inn á karlaklósettið óséð!

 10. Roðlaus – Saga ungrar konu sem á í erfiðleikum með brúnkuna. Á sólbaðsstofum borgarinnar kynnist hún karlmönnum sem reynast misskemmtilegir. Að öðru leyti er söguhetjan dugleg að hitta stelpurnar á kaffihúsum, versla föt og snyrtivörur og djamma um helgar.

 11. Hauslaus – Ung kona fer á skrall og fær sér aðeins of mikið neðan í því og verður hauslaus. Vaknar 3 dögum síðar á gistiheimili á Bolungarvík með tvö ný tattú og trúlofuð sjóara sem er aldrei heima…

 12. Alllslaus- Saga af konu sem á ekki neitt, á engar vinkonur til að fara með á kaffihús, ekki tölvu til að komast á Facebook til að poke-a stráka, því hún á ekki einu sinni Facebook aðgang. Lifir á síðasta millimetranum á rauða varalitnum sem hún fann á klósetti á ónefndum skemmtistað.

 13. Fattlaus – Konan sér ekki það sem fyrir framan hana er og þarf aðstoð vinkvenna sinna til að láta segja sér þegar karlpeningurinn slær henni gullhamra!

 14. Grunlaus. Saga konu sem er alveg grunlaus um þau sannindi að lífið snýst um að fara mikið á skemmtistaði og veitingahús, hitta litríkar vinkonur sínar, vera með karlmönnum hægri og vinstri og lenda í ótal skemmtilegum ævintýrum, kaupa föt, snyrtilyf og þess háttar og lifa afar viðburðaríku og dæmigerðu reykvísku lífi.

 15. Símalaus. Örlagasaga sem lýsir 24 stundum í lífi ungrar konu í Reykjavík sem týnir símanum sínum á snyrtistofu og hetjulegri baráttu hennar við að endurheimta hann.

 16. Látlaus – Ung kona lendir í bílslysi og verður fyrir heilaskaða. Hún reynir eftir sem áður að fara mikið á skemmtistaði og veitingahús en skilur ekki lengur hvað er skemmtilegt við það. Í staðinn býður hún því litríkum vinkonum sínum heim í kaffi og pönnsur og stundum í mat (lambalæri). Hún glatar þeim fljótlega. Hún reynir að vera með karlmönnum hægri og vinstri en þeir gefast allir upp á henni því hún vill ekki lengur panta pizzu eftir kynlíf. Hún lendir í ótal skemmtilegum ævintýrum á bókasafninu þar sem hún rekst stundum á rithöfunda og annað bókvíst fólk, kaupir minna af fötum, snyrtivörum og þess háttar en fer að lesa erlend dagblöð og tímarit og horfa á heimildamyndir.

  Sem betur er biðröðin stutt eftir aðgerð og aðeins tveimur árum eftir bílslysið getur hún aftur farið að fara mikið á skemmtistaði og veitingahús, hitta litríkar vinkonur sínar, vera með karlmönnum hægri og vinstri og lenda í ótal skemmtilegum ævintýrum, kaupa föt, snyrtivörur og þess háttar og lifa afar viðburðaríku og dæmigerðu reykvísku lífi.

 17. Andlaus – saga ungrar konu sem deyr og fer til himna. Þar fer hún að fara mikið á skemmtistaði og veitingahús, hitta litríkar vinkonur sínar, vera með karlmönnum hægri og vinstri og lenda í ótal skemmtilegum ævintýrum, kaupa föt, snyrtivörur og þess háttar og lifa afar viðburðaríku og dæmigerðu lífi í Himnaríki.

 18. Varalaus, hefur ekki varann á sér og tapar varalitnum sínum. Fer í snyrtimeðferð og kyssir hægri vinsti eftir það með litríkum vinkonum í ótal ævintýrum

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s