Gullfalleg í reykjarkófi

„Tereza Hofová er tékknesk, gullfalleg, 31 árs stúlka.“

Þannig hefst heilsíðuviðtal á opnu í Fréttatímanum í morgun og gefur ákveðinn tón fyrir framhaldið.  Það er skemmtilegt stílbragð blaðamannsins að byrja á tilfinningakenndri lýsingu á viðmælandanum. Tilvalið væri að hafa þennan hátt á flestum viðtölum. „Steingrímur Joð er snoðrakaður og þreytulegur 56 ára karlmaður.“ „Jón Jónsson er ófríður Akureyringur á fertugsaldri.“ „Ellý er frekar sjoppuleg og illa tilhöf’ð kona á besta aldri.“  Svona mætti lengi halda áfram.

En þetta er ekki kjarni málsins. Þessi gullfallega stúlka fær opnu í blaðinu og stór ljósmynd hefði eflaust sýnt þessa gullfegurð ef hún hefði ekki verið hulin reykjarkófi. Sennilega á myndin að sýna hvað hún er svöl, töff, hvað hún er mikið eitthvað…. Ég veit ekki hver tilgangurinn er. Eflaust leynist einhver fegurð þarna sem tengja má við útlit. Það er smekksatriði. Ég sé ekkert fyrir reyknum en geng út frá því að reykingar séu svo ríkur þáttur í lífi viðmælandans að ekki var hægt að ná mynd án sígarettu.

Við hlið viðtalsins er auglýsing. Hún er ekki frá tóbaksframleiðanda. Það kemur á óvart.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Gullfalleg í reykjarkófi

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s