Stolið greiðslukort?!

Ég kom við í Bónus á heimleiðinni til að kaupa grænfóður og annað hollmeti til heimilisins. Við innganginn stóð kerra og greip ég hana með mér til að tína í varninginn. Ekki hafði ég lengi ekið þegar ég tók eftir greiðslukorti sem lá í kerrunni.  Ég tók það upp, las nafn eigandans, og hélt á kortinu með mér að kassanum. Það var auðvitað rækilega merkt eigandanum, Önnu Lísu Ásgeirsdóttur, sem er ljóshærð kona á besta aldri, frekar ólík mér.

Þegar allt hafði verið tínt í poka við kassann, rétti ég stúlkunni kortið og ætlaði að útskýra málið en hún bjóst snimmhendis til að renna kortinu í raufina og taldi víst að ég ætlaði að borga. Ég stöðvaði hana strax og spurði hvort hún sæi ekkert athugavert við kortið. Ekki hélt hún það. Ég benti henni á hárprúða konuna á myndinni og spurði hvort hún teldi líklegt að þetta væri ég.Þá roðnaði stúlkan og fyrirvarð sig en ég varð blíður í tali og spurði hana svo hvort hún bæri aldrei saman mynd á korti og greiðanda. „Aldrei“ svaraði hún. „Það gerir enginn hérna.“

Þarna hefði ég getað látið Önnu Lísu borga matinn oní mig og köttinn. En það stóð aldrei til. Síðan fiskaði ég upp kort úr vasanum og rétti stúlkunni. Hún brá því strax í raufina en ég stöðvaði hana þá öðru sinni. „Gleymirðu engu?“ Stúlkan horfði skilningssljó á mig. „Viltu ekki bera saman myndina og mig?“ Hún gerði það með semingi.

Þrátt fyrir samtal okkar, hafði það engin áhrif á stúlkuna. Hún tók við því sem að henni var rétt og brá í raufina. Ég fór hugsi út og yfir í Húsasmiðjuna sem er handan gangsins. Þar keypt ég áburð á garðinn og rétti afgreiðslumanni, miðaldra spekingi með gleraugu, kortið mitt. Hann fór með það eins og stúlkan í Bónus og aftur stöðvaði ég hann. „Gleymirðu engu?“ Hann horfði tómum augum á mig. Ég fór með sömu þuluna um skyldu afgreiðslufólks að bera saman mynd á korti og greiðanda. Þá fékk ég langa afsökunarræðu þar sem kjarninn var sá sami og hjá stúlkunni: Þetta er aldrei gert.

Eflaust er það í góðum tilgangi gert að setja mynd af eiganda á greiðslukort. En það kemur fyrir lítið þegar svona afgreiðslufólk á í hlut. Ég ætla að gera fleiri svona tilraunir á næstunni og hvet fólk almennt til að ýta við sofandi afgreiðslusauðum. (Þetta síðasta er sagt með ást og hlýju)

Auglýsingar

9 athugasemdir við “Stolið greiðslukort?!

 1. Theódór sagði það sem ég ætlaði að segja. Ég nota kort mannsins míns oft, og hef aldrei lent í að vera spurð hvort ég heiti í alvörunni Arnaud, svo afgreiðslufólk hér í Frakklandi er alveg jafn sofandi.

 2. Þegar korti er stolið hér heima, kemur oft fram í fréttum, þegar það finnst, að þá hafi það verið notað víða og úttektin nemur oft nokkrum hundruðum þúsunda.
  Ég velti fyrir mér hver ber þetta tjón.

 3. Ég sé ekki tilganginn á því að vera með þessi leiðindi við afgreiðslufólk í bónus. Þetta fólk er á skelfilegum launum og vinnur undir miklu álagi þegar mikið er að gera. Finnst það beinlínis ekki í þínum verkahring að vera í hlutverki regluvarðar verslunar. Þetta er alger óþarfi.

 4. Ég var alin upp við þann hugsunarhátt að allur þjófnaður væri skaði fyrir allt samfélagið. Ef Bónus ber ábyrgð á úttekt af stolnu korti, er verðið fyrir þá áhættu innifalið í öllu sem þú kaupir þar. Svo, Grétar, það er hárrétt hjá Gísla að skipta sér af þessu, kemur okkur öllum þráðbeint við.

  • Sé ekki alveg hvað þitt uppeldi komi þessu máli við en ef svo væri þá finnst mér þú vera að hengja bakara fyrir prest með því að varpa ábyrgðinni á þvi að einhver sé að misnota kort yfir á afgreiðslufólk verslana og þjónustu. Þetta er hroki og dónaskapur við fólk sem á þetta síst skilið. Þú ert væntanlega með kort sjálf og þekkir fjöldann allan af fólki sem gengur með kort. Þessar myndir geta í fyrsta stað verið hrútgamlar eða upplýstar eftir sól eða nuddaðar eftir álag í veskjum og svo frv. Af hverju ráðist þið ekki á kortaútgefendur og krefjið þá um sterkari kort eða Reiknistofnun bankanna um tíðari uppfærslur mynda og ógildingu korta. Að hafa þessa mynd SEM ÖRYGGISTÆKI er handónýtt fyrirkomulag og er í raun bara uppá punt.
   Ég get fullyrt við þig að skaði bónusfyrirtækja vegna þessa er hverfandi því legg ég til að þið beinið orku ykkar í það að fá lækkaðan VSK-in sem er 25,5% af vöruverði og 7% af nauðsynjum, kostnaði vegna notkunar korta sem er 2-4% af verði, eða lægri álagningu sem lýsir sér í óhóflegri arðsemi. Þannig Parísardama það hvort afgreiðsludama á kassa geti ekki greint á 15 ára gamalli, upplýstri, rispaðri mynd hvort að ég sé ég kemur mér né þér bara alls ekkert við.

   • Það er enginn að ráðast á einn eða neinn, nema kannski þú, alla vega kann ég engan veginn við tóninn hjá þér og skil ekki hvaðan á mig stendur veðrið.

 5. Mér þykir rétt að beina því til Grétars að lesa færsluna aftur og reyna að skilja hana í þetta sinn. Það er alltaf kostur í umræðum að kunna að greina hismi frá kjarna.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s